Matarsóun

 Vitundarvakning um heim allan

Almenn fræðsla Menning Náttúruvörur Vellíðan

Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) fer þriðjungur alls matar Í HEIMINUM, sem keyptur er inn á heimili, beint í ruslið. ÞAÐ ERU um 1.3 milljónIR tonnA af mat á ÁRI.

Víða um heim eru þjóðir farnar að gera sér grein fyrir því að leita þarf allra leiða til að draga úr matarsóun. Í Danmörku er talið að 540 þúsund tonnum af mat sé hent á ári eða um 100 kílóum á hvern íbúa. Bretum telst til að matvælasóun kosti hefðbundna breska barnafjölskyldu um 150.000 kr. á ári. Í báðum þessum löndum hefur verið gripið til aðgerða til að draga markvisst úr matarsóun. Ekki er ástæða til að ætla að sóunin á Íslandi sé neitt minni en annars staðar á Vesturlöndum.

En þó heimilin séu til umræðu hér eru þau ekki ein um að sóa nýtilegum mat. Framleiðendur, verslanir, veitingahús og mötuneyti bera einnig ríka ábyrgð.

Hvað getur þú gert?

Fyrir þá sem eru áhugasamir um að kynna sér hvernig nýta megi allt úr skápunum er bent á námskeið sem Kvenfélagasamband Íslands stendur fyrir. Námskeiðin eru verkleg og til þess ætluð að auka vitund fólks og færni í að nýta mat betur. Á námskeiðunum er fjallað um hvernig hægt er að elda góðan mat úr því sem er til er á heimilinu hverju sinni. Notaðar eru uppskriftir til að styðjast við en þeim breytt og þær aðlagaðar að því hráefni sem er við hendina. Þannig er maturinn smakkaður og fólk lærir að finna hvað það er sem ,,vantar” í matinn. Mest er unnið með grænmeti. Ef fólk kann að elda bragðgóðan mat úr grænmeti er auðvelt að bæta út í hann kjöti og fiski sem væri ekki nóg í heila máltíð en tilvalið er að nýta. Verslanir og framleiðendur á svæðinu útvega hráefni sem er komið nálægt síðasta söludegi svo hráefnið er misjafnt milli námskeiða. Námskeiðin eru opin öllum, fullorðnum sem börnum. Frekari upplýsingar um námskeiðin fást hjá Kvenfélagasambandi Íslands.

Útlitsgallaðar vörur

Um 30% ferskra afurða komast aldrei í verslanir sökum útlitskrafna verslana. Verslanir setja þó ekki þessar kröfur að ástæðulausu, heldur er það vegna þess að reynslan sýnir að við neytendur kaupum ekki útlitsgölluðu vörurnar. Það er því nauðsynlegt að breyta viðhorfi almennt til útlits grænmetis og ávaxta og hvetja verslanir til að koma þeim í sölu.

Á heimasíðunni matarsoun.is er að finna ýmsan fróðleik um matarsóun og þar hefur verið sett upp skammtareinknivél sem auðveldar rétt innkaupamagn fyrir fjölskylduna.

 egg weu örugg til neyslu ef þau sökkva í skál af vatni

Góð ráð til að hafa í huga

 

  •     Egg eru örugg til neyslu ef þau sökkva í skál af vatni, en fljóta ekki við yfirborðið.
  •     Oft duga mjólkurvörur mun lengur en uppgefnar dagsetningar segja til um. Því er um að gera að treysta á skynvitin þegar svo á við.
  •     Mjúkan ost með myglu ætti ekki að borða, en ef mygla myndast á hörðum osti er í lagi að skera einfaldlega mygluna af.
  •     Ávexti og grænmeti á síðasta snúningi má einfaldlega frysta og nýta síðar.
  •     Sniðugt er að frysta brauð áður en það harðnar, en einnig eru ýmsar leiðir til að nýta harðnað brauð, t.d. í ofnrétti eða brauðristina.
  •     Einfalt er að auka geymsluþol ferskra kryddjurta með því að vefja þeim í votan eldhúspappír inni í ísskáp eða frysta þær.