Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörRetinól er eitt form af A-vítamíni og er afar þekkt innihaldsefni sem vinnur vel á öldrunareinkennum húðarinnar. Retinól er afar áhrifaríkt og virkt innihaldsefni sem finnst í snyrtivörum í dag til að draga úr öldrunareinkennum og vernda húðina gegn þeim.
Það er hægt er að flokka svefnleysi í tvo mismunandi þætti. Annars vegar það ástand að fólk sé sífellt að vakna upp eftir að það hefur sofnað og eigi erfitt með að sofna aftur. Hinsvegar er það að fólk eigi erfitt með að sofna á kvöldin. Svefnleysi getur verið tímabundið, komið fyrir endrum og eins eða verið viðvarandi vandamál.4
"Nú er kominn sá árstími þegar fólk flykkist út til að njóta útiveru og sólar. Sólin gefur okkur kærkomna birtu og hlýju en einnig útfjólubláa geislun sem getur skaðað okkur ef við förum ekki varlega."
Aðgát skal höfð í nærveru sólar á vel við þegar að tíðni sortuæxlis í heiminum eykst um 3-7 % á hverju ári. Án vafa eru nokkrar ólíkar orsakir fyrir þessari aukningu en líklega má kenna óvarlegri sólarnotkun þar um.
Stöðugt algengara er að talað er um tengsl mataræðis við hegðunarvandamál og námsörðugleika hjá börnum.
Við búum við þau forréttindi hér á landi að geta drukkið vatn beint úr krananum og bragðgæðin eru mikil. Í vatni er enginn viðbættur sykur, engin sætuefni, engin sítrónusýra (E330), engin rotvarnarefni og engin bragðefni.
Holl næring er öllum nauðsynleg ekki síst börnum sem eru að vaxa og þroskast. En hvað á að gefa börnunum að borða þannig að þeim líði vel og gangi sem best í leik og starfi? Morgunverðurinn er oft sagður mikilvægasta máltíð dagsins. Hann þarf þó ekki að vera flókin máltíð, t.d. er kornmatur og mjólkurmatur ásamt ávöxtum eða hráu grænmeti góður morgunmatur og getur samsetningin verið á ýmsa vegu. Sem dæmi má nefna hafragraut eða morgunkorn með mjólk og ávexti, brauð með áleggi og grænmeti ásamt mjólk eða súrmjólk með múslí ásamt ávaxtabita. Þeir sem hafa meiri lyst á morgnana geta bætt við brauðsneið með áleggi. Velja ætti sýrðar mjólkurvörur og morgunkorn með sem minnstum sykri. Lýsi eða annar D-vítamíngjafi er svo ómissandi með morgunmatnum.
Slysin gera ekki boð á undan sér og það er fátt leiðinlegra en að verða fyrir óhappi í frítíma sínum, hvort sem er við garðvinnuna heima, á ferðalagi eða í fjallgöngu um hálendið. Með því að hafa sjúkrakassa við höndina ertu alltaf með fyrstu hjálp innan seilingar og getur auðveldlega hlúð að sárum.
Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) þá fer þriðjungur alls matar á heimsvísu í ruslið. Það eru um 1.3 milljarður tonna af mat á ári.
Vítamín eru skilgreind sem lífræn efni er líkaminn þarfnast í litlum mæli. Aðaluppsprettu vítamína er að finna í fæðunni.
Náttúruleg olía sem kallast sebum þekur húð okkar. Olían er framleidd í fitukirtlum sem liggja nálægt hársekkjunum. Sebumolían verndar húðina, gefur henni raka og gerir hana vatnshelda ef svo má að orði komast.