Sjúkrakassar og töskur í Lyfju

Almenn fræðsla Ferðir og ferðalög

Slysin gera ekki boð á undan sér og það er fátt leiðinlegra en að verða fyrir óhappi í frítíma sínum, hvort sem er við garðvinnuna heima, á ferðalagi eða í fjallgöngu um hálendið. Með því að hafa sjúkrakassa við höndina ertu alltaf með fyrstu hjálp innan seilingar og getur auðveldlega hlúð að sárum.

Til eru margar tegundir sjúkrakassa og nauðsynlegt er að búa heimili, sumarbústaði, bíla og vinnustaði góðum og viðeigandi sjúkrakassa. Eins hefur það sýnt sig að litlar og léttar sjúkratöskur geta gert gæfumuninn ef óhapp verður, t.d. í fjallgöngunni. Við hjá Lyfju tökum einnig að okkur að sérútbúa sjúkrakassa eftir þínum þörfum, og við eigum tilbúna kassa með öllu því sem reglugerðir segja til um að sjúkrakassi þurfi að innihalda.

Í boði eru sjúkratöskur og sjúkrakassar fyrir öll heimili, leikskóla, vinnustaði, bíla, skip og jafnvel flugvélar.

Mikilvægt er að láta yfirfara sjúkrakassa reglulega svo að allt sé til reiðu þegar á reynir. Yfirferð og áfylling á sjúkrakassa er þjónusta sem Lyfja hefur á boðstólum og er mikið nýtt af einstaklingum, fyrirtækjum og félagasamtökum.