Verum klár í sólinni og notum sólarvörn

Almenn fræðsla Húð

"Nú er kominn sá árstími þegar fólk flykkist út til að njóta útiveru og sólar. Sólin gefur okkur kærkomna birtu og hlýju en einnig útfjólubláa geislun sem getur skaðað okkur ef við förum ekki varlega."

"Húð barna er miklu viðkvæmari en húð fullorðinna. Því er það sérstaklega mikilvægt að vernda húð þeirra og koma í veg fyrir að þau brenni í sólinni.
Ef farið er út í sólina um miðjan dag er besta vörnin föt og hattur, jafnt fyrir börn og fullorðna, en sólaráburð má bera á þau svæði sem eru ber.

Að njóta sólar og útveru þarf ekki að vera mikil áhætta ef við fylgjum nokkrum einföldum ráðum og notum heilbrigða skynsemi til að forðast það að brenna í sólinni."

Ábendingar frá Embætti landlæknis um hvernig best er að verja okkur og börnin okkar gegn hættulegum geislum sólarinnar.

 

SolarvornradHeimild: vefsíða Embætti landlæknis, www.landlaeknir.is