Fæturnir bera þig uppi allt lífið!

Almenn fræðsla Húðsjúkdómar Sveppasýking

  • Faetur_01

Það er staðreynd að margir fullorðnir einstaklingar stríða við fótamein af einhverju tagi. Það er nauðsynlegt að taka snemma á vandanum svo hann verði ekki verri og fæturnir þurfa jú að duga þér alla ævi. 

Flest fótamein eru áunnin. Þá er átt við allt frá líkþornum til fótskekkju. Slæmur fótabúnaður er oftast ástæðan. Það ætti því að vera fyrsta verk þeirra sem þjást að einhverskonar fótameini að huga að góðum skóbúnaði í réttri stærð, takmarka notkun hárra hæla og venja sig á að nota vandaða sokka sem styðja við fæturna.

Faetur_02

 

Vörn líkamans við langvarandi notkun á slæmum skóm er siggmyndu

 

n til að verja áreitta svæðið. Þar sem áreitið heldur áfram snýst vörnin upp í andhverfu sína þannig að siggmyndunin fer að þrýsta sér niður í neðri lög húðarinnar og þá oftast dýpra á einum punkti á áreitta svæðinu þannig að það verður eins og örvaroddur af siggi sem smýgur dýpra. Þetta kallast líkþorn, dauð sigghúð sem er komin niður í neðri lög húðarinnar þar sem taugaþræðir liggja og veldur þetta sársauka.

Hægt er að gera ýmislegt til að hreinsa þetta sigg eða líkþorn í burtu. Ef áreitið heldur áfram kemur líkþornið að sjálfsögðu aftur svo að það verður að komast fyrir áreitið og þá helst með hlífðarmeðferðum, sílíkon-meðferðum, innleggjum, góðum sokkum og öðrum stoðvörum fyrir fæturna. Breytt úrval stoðvara, sokka og smyrsla er í boði hjá Lyfju og ráðleggingar frá hjúkrunarfræðingum og lyfjafræðingum eru þér að kostnaðarlausu.

Sveppir eru einnig algengt vandamál og geta herjað á fæturna; bæði húð og neglur. Yfirleitt er auðvelt að uppræta sveppi úr húð með kremameðferð en ef sveppurinn er kominn í neglur þarf á lyfjameðferð að halda sem er talsvert alvarlegri meðferð.

Það er mikilvægt að hlusta á líkamann og taka eftir einkennum sem koma upp. Leitið til heimilislæknis ef þið verðið vör við aukna þreytu í fótum, eymsli í fótum eða mjóbaki eða vöðvakrampa í fótlegg. Eins geta fótaaðgerðafræðingar metið hvort eitthvað er að og gert ýmislegt til að bæta ástandið, gert mikilvægar fyrirbyggjandi ráðstafanir eða þá vísað til annars fagfólks.

Fótsveppir

Fótsveppir þrífast best í raka og hlýju. Gættu þess því að fætur þínir séu ávallt svo þurrir og svalir sem framast er unnt. Hirtu fætur þína vel. Skiptu um sokka daglega. Notaðu helst bómullarsokka og þvoðu þá á 60°C, því að sveppirnir lifa af þvotta við lægri hita. Forðastu þétt gerviefni sem eykur fótrakann. Forðastu að nota þétta og lokaða skó.

 Á boðstólum eru ýmis ágæt lyf sem fást án lyfseðils: Daktacort, Lamisil og Pevaryl. Hægt er að fá sveppalyf sem lausn eða krem. Berðu lyfið á stærra svæði en bara fótsveppina sjálfa því að sveppirnir geta verið til staðar þótt engin ummerki
þeirra sjáist.

Faetur_03