Sykursýki 2 | Hvað viltu vita?
Dr Jens Kristján Guðmundsson háls-, nef- og eyrnalæknir fjallaði um sykursýki 2 í beinu streymi á Facebooksíðu Lyfju þann 28. september 2022.
Sykursýki er einn af okkar algengustu efnaskiptasjúkdómum og helst í hendur við hjarta- og æðasjúkdóma og styttra æviskeið.
Um 11.000 Íslendinga eru með sykursýki, þar af er sykursýki af tegund 2 í um 90% tilfella. Miðað við tölur erlendis frá er líklegt að um tíundi hver Íslendingur sé með forsykursýki eða aukið insúlínviðnám, sem er undanfari sykursýki.
Sykursýki eykur hættuna á öðrum alvarlegum sjúkdómum eins og krabbameini, alsheimerssjúkdómi, þunglyndi og sjálfsofnæmissjúkdómum.