AJOVY

Mígrenilyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Fremanezúmab

Markaðsleyfishafi: TEVA GmbH | Skráð: 1. nóvember, 2019

AJOVY inniheldur virka efnið fremanezúmab sem er einstofna mótefni. Einstofna mótefni eru sérhönnuð lyf með stórar og flóknar próteinbyggingar, myndaðar með erfðatækni og hafa mjög sértæka verkun. Verkun lyfsins er ekki að fullu þekkt en fremanezúmab hindrar virkni CGRP próteins sem veldur meðal annars æðavíkkun í heila og er talin vera undirliggjandi orsök mígrenis. AJOVY er ætlað sem fyrirbyggjandi meðferð við mígreni hjá fullorðnum með minnst 4 mígrenisdaga í mánuði. Lyfið dregur úr tíðni mígrenikasta og höfuðverkjadaga.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf til inndælingar undir húð.

Venjulegar skammtastærðir:
1 sprauta, 225 mg, 1 sinni í mánuði eða 3 sprautur, 675 mg, á 3ja mánaða fresti.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
U.þ.b. 1 vika

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymið áfylltu sprauturnar í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi og í kæli við 2-8°C. Lyfið má ekki ekki frjósta.

Ef skammtur gleymist:
Gefa lyfið um leið og þú manst eftir því og halda síðan áfram meðferðaráætluninni. Ekki má gefa tvöfaldan skammt til að bæta upp skammt sem gleymdist.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Eitrunarmiðstöð sími:543 2222


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Útbrot og kláði á stungustað          
Verkur, herslismyndun og roði á inndælingarstað          

Milliverkanir

Látið lækni vita um öll lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að vera notuð.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með aðra hjarta- eða æðasjúkdóma
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er þekkt hvort lyfið skilst út í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ráðlagt börnum 18 ára og yngri.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið er ekki talið hafa áhrif á hæfni til aksturs.

Áfengi:
Ekki talið hafa áhrif.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.