Aimovig

Mígrenilyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Erenumab

Markaðsleyfishafi: Novartis Europharm | Skráð: 1. desember, 2018

Aimovig inniheldur virka efnið erenumab. Erenumab tilheyrir flokki lyfja sem kallast einstofna mótefni og er mígrenilyf. Lyfið verkar þannig að það blokkar virkni CGRP sameindarinnar sem er sú sameind sem veldur mígreniskasti hjá flestum einstaklingum með mígreni. Aimovig er notað til að fyrirbyggja mígreni hjá fullorðnum sem eru með minnst 4 mígrenisdaga í mánuði.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf

Venjulegar skammtastærðir:
70 mg á 4 vikna fresti. Einhverjir sjúklingar geta haft gagn af 140 mg á 4 vikna fresti.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan 3ja mánaða.

Verkunartími:
Rúmur mánuður.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum, varið ljósi og á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Geymsluþol lyfsins við stofuhita er 1 vika og ekki má setja það aftur í kæli ef það hefur verið geymt við sofuhita. Lyfið má ekki frjósa.

Ef skammtur gleymist:
Taktur skammtinn eins fljótt og mögulegt er þegar þú hefur áttað þig á því og hafðu samband við lækninn sem segir þér hvenær þú eigir að fá næsta skammt. Fylgdu nýju áætluninni nákvæmlega eins og læknirinn hefur sagt þér að gera.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta að nota lyfið nema í samráði við lækni. Einkennin geta komið til baka ef þú hættir meðferðinni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú hefur fengið meira af Aimovig en þú átt að fá eða ef skammturinn hefur verið gefinn fyrr en átti að gefa hann skaltu segja lækninum frá því.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Flestar aukaverkananna eru vægar eða í meðallagi miklar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hægðatregða          
Roði, bólga og eymsli á stungustað          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Vöðvakrampar          

Milliverkanir

Engar þekktar milliverkanir við önnur lyf.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með einhvern hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með ofnæmi fyrir latex

Meðganga:
Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er þekkt hvort lyfið skilst út í brjóstamjólk.

Börn:
Börn 18 ára og yngri eiga ekki að nota lyfið.

Eldra fólk:
Lyfið er ekki ætlað 65 ára og eldri.

Akstur:
Ólíklegt er að lyfið hafi áhrif á hæfni til aksturs.

Áfengi:
Áfengi gæti komið mígrenikasti af stað hjá sumum sjúklingum.

Íþróttir:
Lyfið má nota í íþóttum og keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.