Duraphat

Munn- og tannlyf | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Flúor

Markaðsleyfishafi: Colgate Palmolive | Skráð: 1. október, 1988

Flúor er notað til varnar tannskemmdum. Verkun lyfsins er talin byggjast á því að það styrki glerung tannanna og viðhaldi magni steinefna í þeim. Tannlakkið dregur einnig úr næmi í viðkvæmum tönnum. Ekki má nota lyfið á svæðum þar sem drykkjarvatn inniheldur meira en 0,7 mg af flúori í hverjum lítra. Tannlakkið er eingöngu notað af tannlæknum sem bera það á tennurnar. Hvorki á að bursta tennur né borða fasta fæðu í nokkrar klukkustundir eftir að tannlakkið hefur verið borið á og skal fylgja fyrirmælum tannlæknis þar að lútandi. Tannpastað er notað til tannburstunar.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Tannlakk og tannpasta.

Venjulegar skammtastærðir:
Tannlakkið er eingöngu notað af tannlæknum sem bera lyfið á tennurnar með ákveðnu millibili. Tannpastað er notað til tannburstunar 3svar á dag eftir hverja máltíð.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Verkun lyfsins hefst strax eftir að það hefur verið borið á tennurnar.

Verkunartími:
Nokkrir mánuðir.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Opnar umbúðir af tannlakkinu geymast í 3 mánuði.

Ef skammtur gleymist:
Tannlakkið er eingöngu notað af tannlæknum með ákveðnu millibili. Tannpasta: Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því og haltu síðan áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Tannlakkið er eingöngu notað af tannlæknum með ákveðnu millibili. Ekki hætta að nota tannpastað nema í samráði við þinn tannlækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Of stór skammtur getur valdið ljósum eða dökkum blettum á glerungi tanna. Mjög stórir skammtar geta valdið eitrunareinkennum eins og ógleði, uppköstum, magaverkjum og krömpum. Í slíkum tilfellum skal strax hafa samband við lækni eða eitrunarmiðstöðina í síma 543-2222

Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Tannlakkið er eingöngu borið á tennurnar af tannlækni með ákveðnu millibili.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Andþrengsli og hæg öndun          
Brunatilfinning          
Ljósir eða dökkir blettir á glerungi tanna          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með astma
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skerta nýrnastarfsemi
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með munnsár eða tannholdssjúkdóm

Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið er ekki ætlað konum með barn á brjósti.

Börn:
Tannpasta er ekki ætlað börnum yngri en 16 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Það má ekki kyngja tannpastanu.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.