Xerodent

Munn- og tannlyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Eplasýra Flúor

Markaðsleyfishafi: Karo Pharma | Skráð: 1. febrúar, 2023

Xerodent er notað til að meðhöndla einkenni vegna munnþurrks og til að fyrirbyggja tannskemmdir hjá einstaklingum með munnþurrk. Munnþurrkur stafar meðal annars af of lítilli munnvatnsframleiðslu og getur komið fram við ákveðna sjúkdóma eða sem aukaverkun við töku vissra lyfja. Munnþurrkur eykur hættuna á tannskemmdum (tannátu) ásamt því að geta líka torveldað fólki að tala, tyggja matinn og kyngja honum. Bragðskynið getur líka breyst. Ef þú ert með gervitennur getur munnþurrkur valdið því að þær sitja verr en ella og særindi geta komið undan þeim (og líkur aukast á sveppasýkingu). Eplasýra hefur áhrif á bragðskynið á þann hátt að munnvatnsframleiðsla eykst. Hlutverk flúors er að styrkja glerung tannanna og vera vörn gegn tannskemmdum. Munnsogstöflurnar innihalda líka sætuefnið xylitól en það hefur verndandi áhrif gegn tannskemmdum. Ekki má nota lyfið á svæðum þar sem drykkjarvatn inniheldur hátt flúormagn.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Munnsogstöflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1 munnsogstafla eftir þörfum, venjulega 6 sinnum á dag. Við mikinn munnþurrk má auka skammtinn í 12 töflur á dag í takmarkaðan tíma. Töfluna á að láta bráðna hægt í munni.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Verkun lyfsins hefst um leið og byrjað er að nota það.

Verkunartími:
Nokkrar klst. eftir stakan skammt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er venjulega tekið eftir þörfum. Ef lyfið er tekið að staðaldri: Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar þess gerist ekki lengur þörf.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu er tekinn inn, eða ef barn hefur í ógáti tekið lyfið skal alltaf hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 222) til að láta meta hættuna og fá ráðleggingar.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur Xerodent valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bólga í andliti, vörum eða hálsi og öndunarerfiðleikar      
Hvítir blettir á tennur          

Milliverkanir

Milliverkanir við önnur lyf eru ekki skráðar. Forðast skal að nota önnur lyf sem innihalda flúor en það er í lagi að halda áfram að nota flúortannkrem.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er við notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Engin þekkt áhætta við notkun á lyfinu á meðan brjóstagjöf stendur.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum nema samkvæmt læknisráði.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.