Duspatalin Retard

Lyf gegn starfrænum meltingartruflunum | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Mebeverín

Markaðsleyfishafi: Viatris ApS | Skráð: 1. nóvember, 2016

Mebeverín dregur úr sársaukafullum samdrætti í vöðvum meltingarfæra. Verkunarmáti þess er ekki að fullu þekktur. Það virðist hafa bein slakandi áhrif á vöðvafrumurnar en auk þess dregur það sennilega úr taugaörvun á hreyfingum í meltingarfærum. Mebeverín er notað við verkjum vegna starfrænna samdráttartruflana í meltingarvegi.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Forðahylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
200 mg 2svar á dag kvölds og morgna

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
30-60 mín.

Verkunartími:
Um 12-14 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn ná ekki til.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið þegar þú manst eftir því. Haltu svo áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Stórir skammtar valda hægðatregðu og taugaveiklun eða eirðarleysi. Hafið samband við lækni ef stórir skammtar eru teknir.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Aukaverkanir lyfsins eru oftast mildar.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Depurð          
Hægðatregða          
Munnþurrkur, höfuðverkur          
Pirringur, rugl          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.