Hibitane
Sýklaeyðandi og sýklaheftandi lyf og efni | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Klórhexidín
Markaðsleyfishafi: Bioglan | Skráð: 1. desember, 1983
Klórhexidín er sýkladrepandi. Hér, í lyfinu Hibitane, er það notað til sótthreinsunar við legskoðanir og fæðingar. Efnið klórhexidín er einnig að finna í lyfjaformum sem gefin eru við tannholdsbólgu, til að hamla tannsteinsmyndun og að koma í veg fyrir sýkingar við aðgerðir í munni. Klórhexidín gagnast líka í hand- og líkamsþvotti fyrir aðgerðir.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Legkrem.
Venjulegar skammtastærðir:
Legkremið er borið á kvensköp og hanska og tæki sem notað er við framkvæmdina.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar strax að virka.
Verkunartími:
Verkun varir í nokkrar klst. eftir notkun klórhexidíns.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er venjulega ekki notað að staðaldri.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er venjulega ekki notað að staðaldri.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stórir skammtar útvortis ættu ekki að skapa vanda.
Langtímanotkun:
Klórhexidín er ekki ætlað til langtímanotkunar.
Aukaverkanir
Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru teknar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Erting í húð | ![]() |
![]() |
|||||
Útbrot og mikill kláði | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki nota nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.
Börn:
Venjulegar skammtastærðir.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Lyfið má ekki berast í augu eða eyru.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.