Lamisil Once

Sveppalyf við húðsjúkdómum | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Terbínafín_

Markaðsleyfishafi: Karo Healthcare AB | Skráð: 1. desember, 2006

Lamisil Once er sveppalyf sem er notað við fótsvepp. Fótsveppir eru algengur kvilli, einkum hjá fullorðnu fólki. Algengustu einkennin eru að húðin flagnar milli tánna og þessu fylgir kláði og sviti milli táa. Ysta lag húðarinnar verður hvítt og "soðið" undan svita og vatni (támeyra). Virka efnið terbínafín hefur breiða sveppadeyðandi verkun við sveppasýkingum í húð. Einn af kostum lyfsins er sá að lyfið er borið á fætur í eitt skipti. Eftir að lyfið er borið á húð bindst það við fituþætti í hornlagi húðarinnar og helst þar í nokkra daga sem skýrir langan verkunartíma þess.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Útvortis húðlausn.

Venjulegar skammtastærðir:
Lyfið er borið á báða fætur einu sinni. Hendur og fætur skal þvo og þurrka fyrir meðferð. Fyrst er annar fóturinn meðhöndlaður og síðan hinn. Þunnt lag er borið á, byrjað milli tánna, síðan í kringum þær, þá skal þekja ilina og að lokum 1,5 cm upp eftir jarkanum. Lyfið þornar á 1-2 mínútum. Ekki skal þvo eða skola meðferðarsvæðið í sólarhring eftir að lyfið er borið á.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið fer strax að verka. Árangur af meðferðinni sést venjulega innan nokkurra daga en það getur tekið allt að 4 vikur að ná fullum bata.

Verkunartími:
Allt að 13 dagar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita, varið ljósi og eldi þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið á einungis að bera á í eitt skipti.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið á einungis að bera á í eitt skipti.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Mjög litlar líkur eru á ofskömmtun sé lyfið notað á húð í eitt skipti. Sé lyfið tekið inn skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Lyfið á einungis að bera á í eitt skipti.


Aukaverkanir

Aukaverkanir lyfsins eru mjög sjaldgæfar og vægar eftir útvortis notkun.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Útbrot og mikill kláði          

Milliverkanir

Berið hvorki önnur lyf á fæturna né notið önnur lyf samhliða þessu til þess að meðhöndla sveppasýkinguna.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.