Mydriacyl 1%

Augnlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Trópíkamíð

Markaðsleyfishafi: Alcon

Mydriacyl 1%, sem inniheldur virka efnið trópíkamíð, er notað við augnskoðun þegar það þarf að víkka ljósopið og lama sjónstillinguna. Lyfið hamlar viðbrögð þrengingarvöðva í lithimnu og hringvöðvanum í auganu og á þann hátt næst útvíkkun á ljósopi. Við háa þéttni lyfsins í auganu verður sjónstillingarlömun.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Augndropar.

Venjulegar skammtastærðir:
2 dropar í auga fyrir skoðun.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
20-25 mín.

Verkunartími:
15-20 mín. Sjónstilling verður aftur eðlileg innan 3-4ra klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nota skal lyfið innan 4ra vikna frá því að innri umbúðir eru opnaðar.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.


Aukaverkanir

Engar nýlegar upplýsingar liggja fyrir um aukaverkanir trópíkamíðs. Algengasta aukaverkun lyfsins er staðbundin áhrif í auga en hugsanlega gæti gætt áhrifa annars staðar í líkamanum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Erting og sviði í auga          
Hraður hjartsláttur          
Hægðatregða          
Ljósnæmi          
Ofsjónir, rugl og óróleiki          
Roði í andliti, hiti          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með gláku eða hækkaðan augnþrýsting
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú notir augnlinsur

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Venjulegar skammtastærðir.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Vegna sjónstillingarlömunar skal gæta varúðar við akstur bifreiða eftir að lyfið hefur verið notað.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan áhrif lyfsins vara.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Lyfið inniheldur rotvarnarefni sem getur eyðilagt mjúkar linsur. Notist með varúð samtímis notkun harðra augnlinsa.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.