Nystatin Orifarm

Þarmasýkingalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Nýstatín

Markaðsleyfishafi: Orifarm Generics | Skráð: 1. febrúar, 2019

Nystatin Orifarm, sem inniheldur nýstatín, er sveppalyf með áhrif á margar tegundir sveppa, en þó er það helst notað við sýkingum af völdum svokallaðra hvítsveppa (Candida tegundir). Nystatin Orifarm er ætlað til notkunar við candidasveppasýkingum í munni og þörmum. Lyfið hefur ekki áhrif á sveppasýkingar í nöglum eða hársverði. Eftir inntöku dreifist nýstatín ekki um líkamann, heldur berst það óbreytt gegnum meltingarveginn.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Mixtúra

Venjulegar skammtastærðir:
1 ml í senn fjórum sinnum á sólarhring. Auka má skammtinn ef þarf. Venjulegur meðferðartími candidasýkingar í munni er 1-2 vikur. Mixtúruna á helst að taka inn eftir máltíð og halda í munninum eins lengi og kostur er áður en henni er kyngt. Gefa má ungbörnum mixtúruna í dropatali eða þynna hana með vatni og pensla sýkta svæðið. Hrista á glasið vel fyrir notkun.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
1-3 sólarhringar.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við lægri hita en 25°C. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Eftir að umbúðir hafa verið rofnar geymist lyfið í 2 mánuði.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Notaðu lyfið svo lengi sem læknir segir til um, jafnvel þó að einkenni sýkingarinnar séu horfin. Venjulega er lyfið notað áfram í 2-3 daga eftir að einkenni sýkingar eru horfin. Ef notkun lyfsins er hætt of snemma getur sýking aftur náð sér á strik.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Nýstatín er þó yfirleitt notað í skamman tíma.


Aukaverkanir

Aukaverkanir lyfsins eru fátíðar, en mjög stórir skammtar geta valdið ógleði, uppköstum og niðurgangi.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Útbrot, kláði, öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Milliverkanir við önnur lyf eru ekki þekktar.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Venjulegar skammtastærðir.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Gulbrúnt glas, 100 ml með áltappa.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.