Pegasys

Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Peginterferon alfa-2a

Markaðsleyfishafi: zr pharma& GmbH | Skráð: 17. júlí, 2002

Virka efnið í Pegasys heitir peginterferón alfa-2a. Peginterferón alfa-2a er langvirkt interferón. Interferón eru náttúruleg efni sem líkaminn framleiðir til að verjast sýkingum og sjúkdómum. Pegasys er notað til meðferðar á langvinnri lifrarbólgu B eða langvinnri lifrarbólgu C hjá fullorðnum. Lyfið er einnig notað til meðferðar við langvinnri lifrarbólgu B hjá börnum og unglingum 3 ára og eldri og langvinnri lifrarbólgu C hjá börnum og unglingum 5 ára og eldri, sem ekki hafa fengið meðferð áður. Langvinn lifrarbólga B og langvinn lifrarbólga C eru veirusýkingar í lifur.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í áfylltri sprautu.

Venjulegar skammtastærðir:
Ein inndæling undir húð 1 sinni í viku, vanalega rétt fyrir svefn.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið, um nokkrar vikur.

Verkunartími:
Einstaklingsbundið.

Geymsla:
Geymið í kæli við 2ºC - 8ºC þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef í ljós kemur að innspýting hefur gleymst í 1 eða 2 daga frá því að hún var ráðgerð átt þú að sprauta þig um leið og þú manst. Næstu sprautu á að sprauta samkvæmt venjulegri áætlun. Ef í ljós kemur að innspýting hefur gleymst í 3-5 daga frá því að hún var ráðgerð átt þú að sprauta þig um leið og þú manst. Næstu sprautur á að sprauta með 5 daga millibili þar til þú getur aftur byrjað á hefðbundnum ráðgerðum degi vikunnar. Ef í ljós kemur að innspýting hefur gleymst í 6 daga frá því að hún var ráðgerð átt þú að bíða og sprauta næsta skammti næsta dag, sem er hefðbundinn ráðgerður dagur.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafa skal samband við lækninn eða lyfjafræðing eins fljótt og auðið er.

Langtímanotkun:
Læknir ákveður meðferðarlengd en ráðlögð lengd Pegasys einlyfja meðferðar er 48 vikur.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hárlos          
Hósti, mæði          
Lystarleysi          
Sýkingar          
Vöðvaverkir, liðverkir          
Þunglyndi, kvíði        
Kviðverkir, meltingartruflanir, niðurgangur, ógleði          
Viðbrögð á stungustað          

Milliverkanir

Láttu lækni vita af öllum öðrum lyfjum sem þú tekur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með háan blóðþrýsting
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með psoríasis
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með blóðleysi
  • þú sért með skjaldkirtilssjúkdóm
  • þú sért með lifrarsjúkdóm
  • þú þjáist af þunglyndi
  • þú sért með taugasjúkdóm
  • þú eigir við áfengis- eða fíkniefnavandamál að stríða
  • þú sért HIV sýktur

Meðganga:
Pegasys á einungis að nota á meðgöngu ef hugsanlegur ávinningur réttlætir hugsanlega áhættu fyrir fóstur.

Brjóstagjöf:
Það skal ekki hafa barn á brjósti meðan verið er að nota Pegasys.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 3 ára.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.

Akstur:
Stjórnið hvorki tækjum né vélum ef fram kemur syfja, þreyta eða rugl meðan Pegasys er tekið.

Annað:
Einungis sérfræðilæknar í smitsjúkdómum og sérfræðingar í meltingarfærasjúkdómum með sérþekkingu á lifrarsjúkdómum mega ávísa lyfinu. Pegasys inniheldurbenzýlalkóhól. Benzýlalkóhól getur valdið eiturverkunum og ofnæmisviðbrögðum.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.