Imurel

Lyf til ónæmisbælingar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Azatíóprín

Markaðsleyfishafi: Aspen Pharma

Azatíóprín er ónæmisbælandi lyf. Verkunarmáti þess er ekki að fullu þekktur en það virðist hindra það að erfðaefni verði til í frumum, og hamla vissa þætti ónæmiskerfisins. Lyfið er notað til að koma í veg fyrir að nýju líffæri sé hafnað eftir líffæraflutning og við slæmum sjálfsofnæmissjúkdómum þegar önnur lyf duga ekki til. Það sem takmarkar helst árangur líffæraflutninga er það að ónæmiskerfi líkamans snýst gegn nýja líffærinu og skemmir það. Til þess að hindra það þarf að gefa ónæmisbælandi lyf ævilangt eftir líffæraígræðslu. Vegna alvarlegra aukaverkana azatíópríns þarf að fylgjast reglulega með sjúklingi meðan á meðferð stendur.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
1-4 mg á hvert kg líkamsþyngdar á dag. Töflurnar gleypist heilar eftir máltíð. Má ekki brjóta þær.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Við iktsýki: 6-8 vikur.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist á dimmum stað í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef færri en 8 klst. eru til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu nema í samráði við lækni.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum.

Langtímanotkun:
Á meðan meðferð varir er nauðsynlegt að fylgjast mánaðarlega með blóðhag vegna áhrifa lyfsins á beinmerg. Fækki hvítum blóðkornum eða blóðflögum snögglega þarf að hætta meðferð í bili. Líffæraþegar, sem fá azatíóprín, ættu að forðast sólböð vegna hugsanlegrar hættu á húðkrabbameini.


Aukaverkanir

Aukaverkanir lyfsins eru skammtaháðar. Lyfið veldur fækkun á blóðkornum sem myndast í beinmerg. Þetta getur lengt storknunartíma blóðs og minnkað mótstöðu líkamans gegn sýkingum.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Ógleði          
Sýkingar        
Útbrot og mikill kláði        

Milliverkanir

Vegna ónæmisbælandi áhrifa lyfsins verður að gæta varúðar við bólusetningu með lifandi bóluefni.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Venjulegar skammtastærðir.

Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Eykur líkur á lifrarskemmdum af völdum lyfsins. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.