Sefitude

Svefnlyf og róandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf

Virkt innihaldsefni: Valeriana officinalis (Garðabrúðurótarútdráttur)

Markaðsleyfishafi: Florealis ehf. | Skráð: 1. júní, 2018

Jurtalyfið Sefitude frá Florealis er eina lyfið á Íslandi við svefntruflunum og vægum kvíða sem fæst án lyfseðils í apótekum. Lyfið inniheldur útdrátt úr garðabrúðurót (Valeriana) en róandi áhrif jurtarinnar hafa lengi verið viðurkennd og staðfest í klínískum samanburðarrannsóknum. Jurtalyfið getur stytt tímann sem það tekur að sofna og bætt svefngæði. Sefitude er tekið inn að kvöldi og hjálpar viðkomandi að róast og sofna. Til að ná ákjósanlegum áhrifum er mælt með samfelldri notkun í 2-4 vikur. Sefitude er hvorki sljógvandi né ávanabindandi og má nota allt frá 12 ára aldri.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Við vægum kvíða: Fullorðnir 1 tafla 3svar á dag. 12-18 ára 1 tafla 2svar á dag. Við svefntruflunum: Fullorðnir og ungmenni 12 ára og eldri 1 tafla 0,5-1 klst fyrir svefn, 1 auka tafla fyrr að kvöldi ef þörf krefur.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan við 1 klst. Lyfið skal taka reglulega í 2-4 vikur til að ná sem bestri virkni.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin þekkt áhrif.

Geymsla:
Geymið við lægri hita en 30°C. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taka næsta skammt eins og venjulega, ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem hefur gleymst.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfs hvenær sem er.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef tekin er stærri skammtur (ef teknar hafa verið fleiri töflur en þú áttir að gera) eru einkenni þreyta, magaverkir, þyngsli fyrir brjósti, svimi, handskjálfti og útvíkkuð sjáöldur. Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða læknavakt. Jafnframt er hægt að hringja í eftirfarandi símanúmer: Eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).


Aukaverkanir

Lyfið getur valdið óþægindum í meltingarvegi (eins og ógleði og magaverkjum). Tíðni ekki þekkt.


Milliverkanir

Engar milliverkanir eru þekktar.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með frúktósaóþol

Meðganga:
Ekki skal nota lyfið meðan á þungun stendur þar sem öryggi þess hefur ekki verið staðfest.

Brjóstagjöf:
Ekki skal nota lyfið meðan á brjóstagjöf stendur þar sem öryggi þess hefur ekki verið staðfest.

Börn:
Lyfið er ekki ráðlagt börnum yngri en 12 ára.

Akstur:
Sefitude getur dregið úr hæfni til aksturs og notkunar véla. Sjúklingar sem verða fyrir áhrifum eiga ekki að keyra eða nota vélar.

Áfengi:
Áhrif áfengis á verkun Sefitude hefur ekki verið rannsökuð.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.