Breytt fyrirkomulag útibús Lyfju á Skagaströnd

Ágætu íbúar á Skagaströnd

Frá og með 1. júní næstkomandi breytist útibú Lyfju á Skagaströnd úr útibúi 2 í útibú 3. Það þýðir að ekki verður lyfjalager lyfseðilsskyldra lyfja á staðnum heldur verða lyfjaávísanir teknar til í Lyfju Sauðárkróki og sendir til Skagastrandar. Lyf verða send alla daga vikunnar nema föstudaga. Lyfjapantanir þurfa að berast til Lyfju Sauðárkróki fyrir kl. 14:00 daginn áður. Sala lausasölulyfja og annarra vara sem eru til sölu í útibúinu á Skagaströnd verður með óbreyttum hætti. 

Lyfja hefur gert samkomulag við Heilbrigðisstofnun Norðurlands um sameiginlegan starfsmann á Skagaströnd en erfitt hefur reynst að ráða starfsmann í útibúið á síðustu árum.

  • Opnunartími Lyfju Skagaströnd verður mánudaga, miðvikudaga og föstudaga  kl. 10:00-13:00, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:00-15:00. 

Við vonum að þessar breytingar hafi ekki mikil áhrif á þjónustu okkar en stuðli að stöðugri mönnun útibúsins sem er til hagsbóta fyrir alla.