Saga

Lyfja hf stofnuð árið 1996

Saga Lyfju hf. hófst árið 1996 þegar ákvæði nýrra lyfjalaga sem tryggðu frelsi í stofnun og rekstri lyfjabúða tóku gildi.

1996 - Lyfja hf stofnuð

  • Ný lyfjalög sem tryggðu frelsi í stofnun og rekstri apóteka tóku gildi. Lagabreytingin hafði mikil áhrif á markaðinn en áður höfðu yfirvöld úthlutað lyfsöluleyfum og apótekin skipt með sér markaðssvæðum. Þann 11. apríl 1996 Lyfja stofnuð af Inga Guðjónssyni og Róberti Melax og Lyfja Lágmúla opnar. Heilbrigð samkeppni og skynsamleg verðlagning var orðin staðreynd í lyfsölu og vöruúrval jókst til muna.    
  • Fyrirtækið Lyfjabúðir stofnað af Jóhannesi Jónssyni, Guðmundi Reykjalín og þremur lyfjafræðingum. Hófu rekstur apóteka undir vörumerkinu Apótekið.

1998 - Lyfjabúðir og Hagkaupsapótek renna saman. 

  • Lyfjabúðir og Hagkaupsapótek renna saman. Samtals voru 10 Apótek á þessum tíma.  Helsta aðalsmerki þeirra er lágt verð. 
  • Lyfja gefur út Lyfjabókina með Ými Vesteinssyni lyfjafræðingi. Ritið er ítarlegt upplýsingarit um lyf og virkni þeirra. 

1999 - Heilsuvefur Lyfju opnaður

  • Heilsuvefur Lyfju var settur á laggirnar. Honum var ætlað að vera upplýsingabrunnur fyrir fólk um lyf, lyfjanotkun, almennt heilsufar og hollustu. Lyfjabókin var sett á netið á þessum tíma og er enn notuð í mjög miklu mæli bæði af fagfólki og einstaklingum.

2000 - Lyfja býður heilsufarsmælingar

  • Lyfja byrjar að bjóða upp á heilsufarsmælingar.  Í upphafi voru mælingar á blóðfitu, blóðsykri og beinþéttni. Þetta var grunnurinn að hjúkrunarþjónustu Lyfju sem enn er starfrækt í dag. 
  • Fyrsta netverslunin á Íslandi með lyf sett á laggirnar í samvinnu við visi.is. 
  • Lyfja hf. og Lyfjabúðir ehf sameinast undir nafni Lyfju hf. en rekur áfram apótek undir heitunum Lyfja og Apótekið. Félagið varð með þessu sjálfstætt félag innan Baugssamstæðunnar en var stjórnað af stofnendum Lyfju, þeim Inga Guðjónssyni og Róberti Melax. 

2001 - Lyfju hf gert að selja nokkur apótek

Lyfju gert að selja frá sér fimm apótek sem í samræmi við ákvörðum samkeppnisyfirvalda vegna sameiningar Lyfju og Lyfjabúða.

1999-2005 - Sameining apóteka

Nokkur apótek af landsbyggðinni sameinast Lyfju. 

2004 - Hlutafé selt

Stofnendur selja hlut sinn í Lyfju til Haga sem þá átti 100% í félaginu. Skömmu síðar selja Hagar Lyfju til eignarhaldsfélagsins Árkaupa. Ingi Guðjónsson, annar stofnenda Lyfju, var áfram framkvæmdastjóri félagsins.

2005 - Lyfja hf kaupir Heilsu ehf

Lyfja kaupir Heilsu ehf., heildverslun sem rak einnig Heilsuhúsið. Heildverslunin rekin áfram sem sjálfstætt fyrirtæki en Heilsuhúsið rekið af Lyfju hf.

2006 - Nýr framkvæmdastjóri

Sigurbjörn Gunnarsson tekur við sem framkvæmdastjóri Lyfju hf. af Inga Guðjónssyni.

2008 - Lyfja hf kaupir Heilsuhornið

Lyfja kaupir Heilsuhornið og sameinar Heilsu ehf. Verslun Heilsuhornsins á Akureyri verður Heilsuhúsið.

2012 - Lyfja og Heilsuhúsið á Smáratorgi fá upplyftingu

Viðamiklar breytingar gerðar á Lyfju og Heilsuhúsinu á Smáratorgi. Verslanirnar settar í nýtt útlit sem verður fyrirmynd að breytingum á öðrum verslunum Lyfju og Heilsuhússins.

2012 - Haf Funding í meirihluta

Eignarhaldsfélagið Haf Funding eignaðist meirihluta í Lyfju hf.

2013 - Lyfja Nýbýlavegi opnuð

Nýtt apótek Lyfju opnar við Nýbýlaveg í Kópavogi. 

2015 - Lyfja hf. hlýtur jafnlaunavottun VR

Lyfja hf, sem rekur verslanir undir merkjum Lyfju, Apóteksins og Heilsuhússins, fékk Jafnlaunavottun VR, fyrst fyrirtækja á lyfjamarkaði. Vottunin staðfestir að Lyfja hf. greiðir konum og körlum sömu laun fyrir sömu eða sambærilega vinnu. 

2016 - Lyfja hf.  er Framúrskarandi fyrirtæki 2016

Creditinfo veitir Lyfju hf viðurkenningu fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki fyrir árið 2016. Við erum afskaplega stolt af því að tilheyra þeim 1,7% fyrirtækja á Íslandi sem uppfylla kröfur um fyrirmyndar fyrirtæki. Við þökkum okkar frábæra starfsfólki og okkar góðu viðskiptavinum.

2017 - Lyfja hf. er Framúrskarandi fyrirtæki 2017

Creditinfo veitir Lyfju hf viðurkenningu fyrir að vera framúrskarandi fyrirtæki fyrir árið 2017. Við erum afskaplega stolt af því að tilheyra þeim 1,7% fyrirtækja á Íslandi sem uppfylla kröfur um fyrirmyndar fyrirtæki. Við þökkum okkar frábæra starfsfólki og okkar góðu viðskiptavinum.

2018 - Ný verslun Lyfju í Hafnarstæti opnar

Ný glæsileg Lyfja var opnuð við hátíðlega athöfn í Hafnarstræti 19 í miðbæ Reykjavíkur fimmtudaginn 26. janúar 2018.

2018 - Lyfja hf. hlýtur jafnlaunavottun Velferðarráðuneytisins

Lyfja hf. er á meðal 20 fyrstu fyrirtækja á Íslandi sem hljóta þennan gæðastimpil.  Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017 með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. 

2018 - Ný verslun Lyfju á Granda opnar

Ný og glæsileg Lyfja var opnuð 30. ágúst og er hún staðsett í sama húsi og matvöruverslunin Nettó á Fiskislóð 3.

2018 - Breyting á eignarhaldi

Eignarhald Lyfju breytist, Lyfja er 70% í eigu SÍA III og 30% í eigu einkafjárfesta. SÍA III er framtakssjóður sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og fagfjárfesta. Einkafjárfestarnir eru tveir, Ingi Guðjónsson, annar tveggja stofnanda Lyfju og Daníel Helgason, fjárfestir. 

2019 - Nýr framkvæmdastjóri

Sigríður Margrét Oddsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri Lyfju hf. af Sigurbirni Gunnarssyni.

2019 - Verslun Lyfju í Smáralind stækkar

Breytingar eru gerðar á Lyfju í Smáralind og verslunin stækkuð umtalsvert.

2019 - Lyfja opnar á Garðatorgi

Apótekinu á Garðatorgi er breytt í Lyfju.

2019 - Lyfja opnar í Grafarholti

Nýtt apótek Lyfju opnar við hliðina á Krónunni í Grafarholti.

2019 - Lyfja kaupir Árbæjarapótek

Lyfja kaupir Árbæjarapótek.

2020 - Breyttar áherslur

Lyfja hefur umbreytingu á apótekum sínum í takt við nýja stefnu, Lyfju Smáratorgi, Lyfju Lágmúla og Lyfju í Spönginni er breytt í takt við nýjar áherslur. 

2020 - Lyfja setur fyrsta snjallapótekið á markað

Lyfju appið er sett á markað, í appinu geta notendur séð lyfseðla sína, pantað lyf, fengið lyf send heimsend á innan við klukkustund í stærstu sveitafélögum landsins, séð stöðu sína í greiðsluþrepakerfi Sjúkratrygginga Íslands, sótt um umboð til að versla lyf fyrir aðra og fengið ráðgjöf í netspjalli.

2020 - Styrktarsjóður Lyfju úthlutar í fyrsta sinn

Styrktarsjóður Lyfju veitir styrki til verkefna á vegum félagasamtaka sem teljast heilsueflandi og/eða hafa forvarnargildi, úthlutað var í fyrsta sinn úr sjóðnum á árinu. 

2020 - Lyfja opnar á Akureyri

Nýtt apótek Lyfju opnar á Glerárgötu á Akureyri.

2020 - Lyfja kaupir Apótek MOS

Lyfja kaupir Apótek MOS í Mosfellsbæ.

2020 - Rekstur Lyfju kolefnisjafnaður

Lyfja gengur frá samningi við Kolvið um kolefnisjöfnun á starfsemi Lyfju, þannig er tryggt að Lyfja leggur sitt af mörkum gagnvart losun gróðurhúsalofttegunda. Samningurinn felur jafnframt í sér skuldbindingu til þess að halda kolefnisbókhald yfir starfsemi fyrirtækisins.

2021 - Lyfja opnar í Hólagarði

Apótekinu í Hólagarði er breytt í Lyfju.

2021 - Lyfja opnar í Setbergi

Apótekinu í Setbergi í Hafnarfirði er breytt í Lyfju. 

2021 - Lyfja kaupir apótek í Skeifunni

Lyfja kaupir rekstur Reykjavíkur apóteks í Skeifunni af Högum.