Heilsuvera

Á vegum Landlæknisembættisins hefur verið sett upp vefgátt fyrir einstaklinga.

Heilsuvera er vefsvæði þar sem notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast gögn sem skráð eru um hann í heilbrigðiskerfið á Íslandi.

Þar inni eru meðal annars upplýsingar um lyfseðla bæði afgreidda og óafgreidda, 3 ár aftur tímann. Fleiri upplýsingar og samskiptaleiðir er verið að þróa á þessum vettvangi og hvetjum við alla til að fara þarna inn og kynna sér.

Til innskráningar þarf rafræn skilríki. Það er bæði auðvelt og fljótlegt. Hægt er að sækja um rafræn skilríki með því að smella hér.   

Vera er samstarfsverkefni  Landlæknisembættisins og  Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.