Lyfja framúrskarandi fyrirtæki 2017

Creditinfo veitti framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar fyrir rekstrarárið 2017 og er Lyfja meðal þeirra eins og síðastliðin ár.

Creditinfo hefur greint rekstur íslenskra fyrirtækja síðustu átta ár og birt lista yfir þau fyrirtæki sem teljast framúrskarandi. Það sem einkennir fyrirtæki á listanum er að þau sýna stöðugleika í rekstri og eru líkleg til að hafa jákvæð áhrif á efnahag og samfélagið. Fjöldi fyrirtækja á listanum hefur aukist ár frá ári. Á síðastliðnu ári komust 629 fyrirtæki á listann en nú í ár voru 868 fyrirtæki á listanum eða 2,2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. 

Lyfja er stolt yfir því að vera á þessum lista.

Við þökkum okkar frábæra starfsfólki og okkar góðu viðskiptavinum.