Lyfja fær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2022

Lyfja er í hópi þeirra 76 fyrirtækja, sveitarfélaga og opinberra aðila sem hlutu Jafnvægisvogina árið 2022, annað árið í röð.

Vidurkenning_merki_2022_gullJafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu ( FKA ), hélt stafrænu ráðstefnuna "Jafnrétti er ákvörðun" í október. Þar kynnti Eliza Reid forsetafrú viðurkenningarhafa Jafnvægisvogarinnar, en það eru þeir þátttakendur sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar (framkvæmdastjórn).

Tilgangur Jafnvægisvogar verkefnisins:

  • Að auka á jafnvægi kynja í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi
  • Að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir
  • Að veita viðurkenningar og draga fram í sviðljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar
  • Að standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til hugsunar u
    m virði fjölbreytileika og jafnvægis
  • Að taka saman heildræna stöðu og niðurstöðu greininga á stöðu stjórnenda í íslensku atvinnulífi og birta niðurstöðu

Plantagrein