Lyfja hf. tekur þátt í aðgerðum í loftslagsmálum

  • Sigurbjorn-og

Í vikunni var skrifað var undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum í Höfða í Reykjavík.

Þátttaka var mjög góð en alls skuldbundu 103 fyrirtæki og stofnanir sig, þ.á.m. Lyfja hf,  til að setja sér markmið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Auk þess verður árangur mældur og upplýsingum um stöðu mála miðlað reglulega.  

Reykjavíkurborg og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, efndu til þessa samstarfs.  Það er hugsað sem hvatning til rekstraraðila um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sýna þannig frumkvæði og ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu. Fyrirtækin 103 sem skrifuðu undir eru af ýmsum toga, stór og lítil fyrirtæki, framleiðslufyrirtæki, fyrirtæki í iðnaði og þjónustu, háskólar o.s.frv. og sum þeirra menga meira en önnur. Samanlagður starfsmannafjöldi fyrirtækjanna er rúmlega 43 þúsund og því til viðbótar mætti telja rúmlega 30 þúsund nemendur í þeim skólum sem tengjast menntastofnunum sem taka þátt.  Þjónusta þessara fyrirtækja og stofnana tengist öllum landsmönnum með einum eða öðrum hætti.  Sigurbjorn Á síðustu árum hefur Lyfja hf. gert ýmislegt í umhverfismálum. Notkun plastpoka í verslunum okkar hefur m.a. minnkað um 90%, flokkun á sorpi hefur aukist og reynt hefur verið að draga úr margskonar sóun. En það er hægt að gera margt fleira og þátttaka í þessu verkefni verður okkur hvatning til að gera enn betur en áður.