Lyfja í nýtt húsnæði á Sauðárkróki

  • Við afhendingu styrkjanna. Frá vinstri: Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju; Friðþjófur M Sigurðsson, lyfsali; Engilráð M. Sigurðardóttir og Birgitta Pálsdóttir frá Félagi eldri borgara; Þórunn Gunnlaugsdóttir og Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir, þroskaþjálfi. Mynd: Feykir/Páll Friðriksson.

Ný glæsileg Lyfja var opnuð við hátíðlega athöfn í húsnæði Kaupfélags Skagfirðinga Ártorgi 1 á Sauðárkróki fimmtudaginn 19. október.

Í tilefni opnunar Lyfju afhenti Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Lyfju tvo styrki. Annar styrkurinn fór til tómstundahóps RKÍ vegna Fellstúns og Kleifartúns og tóku Þórunn Gunnlaugsdóttir og Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir þroskaþjálfi við styrknum að upphæð 150.000 kr. Félag eldri borgara var einnig veittur styrkur að upphæð kr. 150.000 og tóku Engilráð M. Sigurðardóttir og Birgitta Pálsdóttir við styrknum fyrir hönd félagsins.

Lyfja óskar starfsfólki Lyfju og bæjarbúum til hamingju með verslunina og vonar að þeim eigi eftir að líða vel í nýrri og glæsilegri Lyfju á Sauðárkróki.