Ný og glæsileg Lyfja opnar á Granda

Ný og glæsileg Lyfja var opnuð við hátíðlega athöfn á Fiskislóð 3, í húsnæði Nettó á Granda 31. ágúst 2018 en apótekið er opið 9-2 virka daga og 11-19 um helgar.

Aðalsteinn Jens Loftsson lyfjafræðingur er lyfsali apóteksins á Granda.

Lyfja óskar starfsfólki Lyfju og borgarbúum til hamingju með verslunina og vonar að þeim eigi eftir að líða vel í nýrri og glæsilegri Lyfju Granda.