Haltu meltingunni góðri yfir hátíðarnar!

Almenn fræðsla Melting

Í kringum jólin er oft mikið álag á meltinguna. Við borðum meira af þungum mat en við erum vön, meira af sykri og bara almennt meira magn en gengur og gerist. Þetta verður oft til þess að meltingin fer í hnút sem er það síðasta sem við erum í stuði fyrir í jólafríinu.

Það er ýmislegt hægt að gera til að koma í veg fyrir vandræði og létta á óþægindunum ef þau koma fram. Fyrst og fremst er auðvitað mikilvægt að reyna að fara ekki framúr okkur við átið. Höfum það bakvið eyrað að borða hægar og tyggja vel í staðinn fyrir að gleypa í okkur eins mikið og hægt er.
Munum líka að borða ekki BARA veislumat. Passaðu að fá nóg af trefjum og drekka nóg af vatni. Þannig má t.d. koma í veg fyrir hægðatregðu. Þá er sniðugt að byrja daginn á góðum hafragraut, krydda hann með kanil eða hverju sem hugurinn girnist og strá út á hann chiafræjum. Annar möguleiki er að búa til matarmikinn þeyting á hverjum morgni og bæta út í hann fræjum, berjum og grænu eins og t.d. spínati eða grænkáli.

ÝMIS BÆTIEFNI GETA LÍKA HJÁLPAÐ HELLING EF VIÐ MUNUM EFTIR ÞEIM

Gallexier Gallexier frá Floradix er algjör klassík. Þetta er beiskur jurtasafi sem er frábært að taka fyrir máltíðir. Beiskar jurtir eru eitt það allra besta fyrir meltinguna. Þær örva framleiðslu magasýru, meltingarensíma og galls. Þetta eru meltingarsafarnir sem eru svo mikilvægir til þess að við náum að brjóta niður, melta og nýta fæðuna sem allra best. Ef þú gleymir að taka skot á undan máltíð getur þú alveg gert það eftir hana líka. Gallexier er þekktur fyrir að koma í veg fyrir uppþembu og önnur óþægindi.

 

Ristill Ristill er frábær nýjung frá Gula miðanum. Ristill er magnesíum á forminu hýdroxíð. Þetta magnesíum er þekkt fyrir mild en áhrifarík hægðalosandi áhrif. Snilld að eiga til þegar allt situr fast. Það sem færri vita er að þetta form magnesíums virkar oft mjög vel á brjóstsviða líka. Annað vandamál sem margir finna fyrir eftir þungar máltíðir. Gott að taka að kvöldi.

Superdigest

Meltingarensím geta verið algjör bjargvættur og hjálpað okkur að ráða betur við þungar máltíðir. Þau geta komið í veg fyrir uppþembu og vindgang sem eru algengar meltingartruflanir. Þau er best að taka í upphafi máltíðar. Solaray super digestaway er öflug blanda meltingarensíma sem getur hjálpað.

Optibvac

Meltingargerlar eru eitthvað sem getur verið gott að taka inn daglega. Optibac línan hefur eitthvað við flestra hæfi. Sérhæfðar blöndur sem geta virkilega hjálpað við að halda flórunni og þar með meltingunni í jafnvægi.

 

YogiestomaFyrir utan þetta er gott að drekka góð jurtate. Stomach ease frá Yogi er frábært til að róa magann. Brenninetlute og Gulris te virka vel á bjúg sem fylgir oft jólaátinu.

Munum líka að borða ekki BARA veislumat. Passaðu að fá nóg af trefjum og drekka nóg af vatni. Þannig má t.d. koma í veg fyrir hægðatregðu.

 

 

Umsjón: Ösp Viðarsdóttir næringarþerapisti hjá Heilsa.is