Húðrútína | Bólótt húð

Almenn fræðsla Húð

Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðlækningavörum frá La Roche-Posay og Pharmaceris, sem eru sérstaklega þróaðr fyrir bólótta húð.

Góð húðrútína fyrir bólótta húð

 • 784060La Roche-Posay Effaclar Cleansing Gel
  La Roche-Posay Effaclar gel hreinsirinn er sérstaklega hannaður fyrir húð sem er með bólur og er olíukennd. Hann hreinsar húðina af öllum olíum og óhreinindum án þess að erta húðina eða raska húðflóruna.
  ○ Skoða hér
 • 10E14006_ME_sebo-almond-claris_190ml_fliptopPharmaceris T-med bakteríudrepandi vökvi fyrir andlit, bringu og bak
  Pharmaceris T-med er andlitsvatn sem hentar olíukenndri húð með bólur. Þetta er öflugt andlitsvatn sem er bakteríudrepandi og hindrar að aðrar bakteríur myndist. Það inniheldur möndlusýru sem djúphreinsar húðina og styrkir. Þessi vara er mjög góður undirbúningur fyrir T-med pure Retinol 0.3.
  ○ Skoða hér.

 • 10E14007_pureRetinol_40mlPharmacers T-med pure Retinol 0,3 næturkrem fyrir þroskaða húð
  Pharmaceris T-med pure Retinol 0.3% er sterkt retinól næturkrem sem kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar og minnkar húðholur. Það er mikilvægt að vera með sólarvörn á daginn þegar maður notar þessa vöru þar sem retinól er húðflagnandi og húðin verður ljósnæmari. Búast má við að húðin verði tímabundið rauð og ert á meðan kremið er notað og forðast þarf að setja kremið í kring um augu og munn.
  ○ Skoða hér.
 • 784078La Roche-Posay Effaclar H Iso-Biome Creme rakakrem
  La Roche-posay Effaclar H Iso-biome rakakrem er nærandi krem fyrir húð með bólur sem er viðkvæm vegna þurrkandi húðmeðferðar. Kremið hefur róandi, styrkjandi og rakagefandi áhrif á húðina. Gott að nota þetta sem dagkrem með Retinol 0,3% næturkreminu. 
   ○ Skoða hér.
 • 10164891La Roche-Posay Anthelios Uvmune Ultra Light Cream SPF50+
  Anthelios Uvmune Ultra Light Cream SPF50+ er sólarvörn sem veitir mjög mikla vörn. Vörnin er fyrir andlit og augnsvæði, sérstaklega þróuð fyrir viðkvæma húð og augnsvæðið en hentar öllum húðgerðum. Sólarvörnin er án ilm- og ofnæmisvaldandi efna og SPF 50+. Sólarvörnin er sérstaklega vatns- og smitheld, ásamt því að erta ekki augun. Prófað undir eftirliti augnlækna.
  ○ Skoða hér

Förum vel með húðina

Hugsum vel um stærsta líffærið okkar húðina, innan frá og utan, frá toppi til táar. Húðin gegnir mikilvægum sérhæfðum hlutverkum, hún ver okkur, heldur á okkur réttu hitastigi og skynjar umhverfið okkar.