Ójafnvægi í leggöngum?

Almenn fræðsla

Multi-Gyn er vörulínan samanstendur af vörum sem draga samstundis úr óþægindum eins og vondri lykt, kláða, sviða, mikilli útferð á klofsvæði, auk þess að bæta hreinlæti.

Profmultigyn

Vörurnar meðhöndla óþægindi í leggöngum með því að endurheimta náttúrulegt jafnvægi á bakteríuflórunni. Ójafnvægi í bakteríuflóru legganga er ein algangast orsök óþæginda eins og kláða, útferðar, þurrks og vondrar lyktar.

FloraplusMulti-Gyn FloraPlus

Gegn sveppasýkingum í leggöngum og meðhöndlar einkenni tengdum þeim. Dregur hratt úr kláða, ertingu, vondri lykt og útferð. Inniheldur góðgerlanæringu (prebiotics) sem örva og styðja við vöxt góðra baktería. Stuðlar að réttu sýrustigi (pH- gildi) í leggöngum.

Notkun: Við sveppasýkingu er einn skammtur notaður fyrir svefn í fimm daga í röð. (pakkinn inniheldur 5 túpur).

Varan er skráð lækningatæki. Ekki skal nota FloraPlus í meira en 30 daga samfleytt. Seyðandi tilfinning getur fylgt notkun, það er eðlilegt og hverfur innan skamms. Engar aukaverkanir eru þekktar en FloraPlus getur hamlað virkni sæðisfrumna og því ætti ekki að nota vöruna í nokkrar klukkustundir fyrir og eftir samfarir ef þungun er fyrirhuguð.

GelliquidMulti-Gyn LiquiGel

Meðhöndlar og seðjar leggangaþurrk. Dregur hratt úr ertingu og kláða sem þurrkur kann að valda. Stuðlar að náttúrulegum raka í leggöngum ásamt því að vernda bakteríuflóruna. Gelið má nota sem sleipiefni, fyrirbyggir ertingu við samfarir. Varan inniheldur ekki hormón.

Notkun: Við leggangaþurrki skal nota ríkulegt magn af gelinu að minnsta kosti einu sinni á dag eða eftir þörfum.

Varan er skráð lækningatæki. Ekki skal nota LiquiGel í meira en í 30 daga
samfleytt. Seyðandi tilfinning getur fylgt notkun, það er eðlilegt og hverfur
innan skamms. Ef einkenni eru viðvarandi skal leita til læknis.

ActigelMulti-Gyn ActiGel

Meðhöndlar skeiðarsýklun (Bacterial Vaginosis) í leggöngum. Gelið
dregur úr helstu einkennum flóruójafnvægis, óþægindum eins og kláða,
útferð, roða og vondri lykt. Gelið hefur sefandi áhrif, stuðlar að bættu
flórujafnvægi og inniheldur náttúruleg innihaldsefni.


Notkun
: Við skeiðarsýklun (BV) notist að lágmarki tvisvar á dag í 5 daga í röð. Við óþægindum í leggöngum eins og kláða, notist minnst einu sinni á dag þar til einkennin eru horfin.

Varan er skráð lækningatæki. Ekki skal nota ActiGel í meira en 30 daga samfleytt. Seyðandi tilfinning getur fylgt notkun, það er eðlilegt og hverfur innan skamms. Engar aukaverkanir eru þekktar en ActiGel getur hamlað virkni sæðisfrumna og því ætti ekki að nota ActiGel í nokkrar klukkustundir fyrir og eftir samfarir ef þungun er fyrirhuguð.

Multi-Gyn vörurnar innihalda allar einkaleyfisvarða complexinn 2QR. Hann er unninn úr Aloe Barbadensis plöntunni. 2QR er græðandi og kælandi og sýna rannsóknir fram á virkni gegn ólíkur örverum. Þetta er náttúrulegt innihaldsefni sem myndar varnarlag gegn bakteríum og sveppum og hefur ekki áhrif á heilbrigða örveruflóru.

CalmingMulti-Gyn Calming Cream

Sérstaklega þróað krem sem slær hratt á óþægindi eins og kláða og róar erta húð utan við leggöng og endaþarmsop. Kremið styrkir varnarlag húðarinnar ásamt því að veita henni raka. Sefar, verndar og slær á kláða og óþægindi sem geta m.a. komið vegna raksturs, vaxmeðferðar, sápuefna, fatnaðar og svita.

Notkun: Hentar til daglegrar notkunar eða eftir þörfum. Þunnt lag er borið á húð utan við leggöng og í kringum endaþarmsop. Einungis til notkunar útvortis. Kremið má nota samhliða öðrum Multi-Gyn vörum.

FemwashMulti-Gyn Femiwash

Sápulaus hreinsifroða fyrir kynfærasvæðið. Örugg og mild froða sem ertir ekki húðina. Hreinsar og frískar og viðheldur réttu stýrustigi legganganna. Hentar viðkvæmri húð.

Notkun: Daglega í sturtuna eða baðið, ein pumpa í senn. Aðeins til notkunar útvortis.

Vörurnar innihalda ekki ilmefni né hormónog eru vegan. Vörurnar má nota samhliða sýkla- og sveppalyfjum.

SKOÐA MULTI-GYN VÖRURNAR Í NETVERSLUN

Appid_nytt