Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörReynt er að fyrirbyggja bit með skordýrafælandi spreyi eða með því að passa að hafa net í gluggum þegar lúsmý er mikið á ákveðnum tímum sumars. Ef skordýrið hefur skilið eftir sig brodd í húðinni er reynt að fjarlægja hann.
Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í mannshári á höfði og nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum. Hún er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus hýslinum. Allir geta smitast en staðfest smit er algengast hjá 3–12 ára börnum. Höfuðlúsasmit er ekki talið bera vitni um sóðaskap.