Burstum saman

Næring

Til eru margar mismunandi aðferðir við tannburstun er gefa góðan árangur sé þeim beitt á réttan hátt. Mikilvægt er að bursta tennur tvisvar á dag, að loknum morgunverði og að lokinni síðustu máltíð að kvöldi. Góð tannburstun tekur a.m.k. tvær mínútur.

 

https://youtu.be/zIJvqkj8c0s

  • Byrjaðu alltaf á sama stað, t.d. hægra megin að utan. Láttu burstahárin snerta tennurnar og vísa á ská upp að tannholdinu.
  • Ýttu á burstann svo að hárin þrýstist milli tannanna og að tannholsbrúninni og nuddaðu. Síðan færirðu burstann framar
  • Nuddaðu með stuttum hreyfingum fram og aftur sem nemur hálfri tannbreidd. Þannig heldurðu áfram þar til þú ert búin/n með allar tennurnar í efri góm að utan. 
  • Haltu áfram með innri hliðina á tönnunum í efri gómi. Gleymdu ekki að bursta bak við öftustu tennurnar.
  • Þegar framtennurnar eru burstaðar að innan þarf að reisa tannburstann upp á endann og nudda upp og niður.
  • Þegar búið er að bursta í efri gómi er haldið áfram í neðri gómi á sama hátt. Byrjað er að utanverðu aftast.
  • Nuddaðu hverja tönnina af annarri allt að þeirri síðustu í tanngarðinum.
  • Þegar búið er að bursta að utanverðu er haldið áfram að innan. Þú byrjar aftast. Gleymdu ekki að bursta bak við öftustu jaxlana.
  • Síðan færirðu burstann eftir tannröðinni þar til þú kemur að aftasta jaxli hinum megin. Þegar þú bustar framtennurnar að innan þarf að reisa tannburstann upp á endann og nudda upp og niður.
  • Að lokum eru bitfletir jaxlanna burstaðir. Farðu vel ofan í skorunar svo að þú fjarlægir tannsýkluna sem þar situr.
  • Ekkert sakar þótt þú kyngir svolitlu flúortannkremi. Skolaðu síðan munninn. Með því fjarlægir þú lausa tannsýklu.
  • Þvoðu burstann og láttu hann þorna.

 

Skoðaðu tannheilsuvörur í netverslun Lyfju

Hvernig er best að nota tannþráð?

https://www.youtube.com/watch?v=7pBVPmK5plo