Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörÞað þarf ekki að vefjast fyrir neinum að hollt mataræði og reglubundin hreyfing eru megin stoðirnar í því að lifa heilbrigðu lífi. Það mætti bæta við andlegri vellíðan til að kóróna það sem þarf til að vera með allt á hreinu.
Börn og unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum eru síður líklegir til að sýna ýmis konar áhættuhegðun. Fjölskyldan getur fengist við ýmislegt saman sem þarf ekki að kosta mikið eða jafnvel ekki neitt.
Það eru til fjölmargar leiðir til megrunar sem margar hverjar fela í sér kúra með loforðum um skjótan árangur. Það er samt sem áður þannig að lykillinn að árangursríkri megrun er að borða hollan mat í hæfilegu magni og stunda reglulega líkamsrækt. Þú þarft að gera varanlega breytingu á lífsháttum þínum ef þú vilt ná af þér kílóum og halda í þann árangur sem þú nærð.
Hér koma 6 ráð sem gott er að hafa í huga
Slysin gera ekki boð á undan sér og það er fátt leiðinlegra en að verða fyrir óhappi í frítíma sínum, hvort sem er við garðvinnuna heima, á ferðalagi eða í fjallgöngu um hálendið. Með því að hafa sjúkrakassa við höndina ertu alltaf með fyrstu hjálp innan seilingar og getur auðveldlega hlúð að sárum.
Lifið heil tók hús á hlaupakennaranum Torfa H. Leifssyni hjá hlaup.is og inntum hann eftir ráðleggingum fyrir þá sem vilja stunda hlaup. Ekki stór á svörum og hér eru nokkur góð ráð, bæði fyrir byrjendur og lengra komna.