Gelgjubólur

Algengir kvillar

Gelgjubólur (sem einnig nefnast gelgjuþrymlar eða unglingabólur) stafa af truflaðri starfsemi fitukirtla í húðinni. Fitumyndunin er venjulega óeðlilega mikil og dökkir tappar geta sest í op fitukirtlanna og stíflað rásir þeirra. Þá er talað um fílapensla.

Gelgjubólur (sem einnig nefnast gelgjuþrymlar eða unglingabólur) stafa af truflaðri starfsemi fitukirtla í húðinni. Fitumyndunin er venjulega óeðlilega mikil og dökkir tappar geta sest í op fitukirtlanna og stíflað rásir þeirra. Þá er talað um fílapensla. Bólga kemur oft fram í húðinni umhverfis fílapenslana og þar myndast gjarnan graftarnabbar. Flestir táningar fá gelgjubólur í einhvern tíma. Það er að nokkru leyti háð erfðaþáttum hversu alvarlegur vandinn er. Í flestum tilvikum hverfa gelgjubólurnar af sjálfu sér, venjulega um tvítugsaldurinn.

SPURNINGAR OG SVÖR

Hvenær á ég að leita til læknis?

  • Ef þú færð oft graftarbólur og miklar húðsýkingar sem verkjar í.
  • Ef ráðin hér að neðan koma þér ekki að gagni.

Þú þarft ef til vill að fá lyfseðilsskylt lyf. Hægt er að meðhöndla jafnvel erfiðar gelgjubólur með góðum árangri.

Hvað get ég gert?
Ekki er hægt að lækna gelgjubólur, en draga má úr óþægindum. Þetta reynir þó á þolinmæðina. Oft líða vikur eða mánuðir áður en mikill árangur fer að sjást. Þvoðu þér með mildri, súrri sápu (með pH gildi undir 5) en ekki oftar en tvisvar á dag. Gelgjubólur verða ekki raktar til óhreininda eða gerla sem hægt er að þvo af sér. Ekki kreista bólurnar. Það torveldar lækningu og eykur líkur á sýkingu og örum. Notaðu snyrtivörur af gætni. Feit krem geta gert illt verra. Í lyfjabúðum fást fitulaus, venjuleg eða húðlit krem og húðlit stifti sem geta hulið lýtin í húðinni. Ekki hafa verið færðar sönnur á að eitthvað í mataræði geti orsakað gelgjubólur eða hafi slæm áhrif á þær en ef þú tekur eftir að vissar fæðutegundir espi upp bólurnar skaltu sneiða hjá viðkomandi fæðutegundum.

Get ég fengið lyf án lyfseðils?

Ef þú ert með feita húð með fílapenslum og nöbbum getur þú borið lausn eða hlaup á húðina, t.d. Aco Acne einu sinni til tvisvar á dag. Það leysir upp fitu og inniheldur salisýlsýru sem vinnur gegn stíflun í opum svitakirtlanna og dregur þannig úr óþægindum. Húðin verður rauð og viðkvæm í fyrstu. Forðastu beina sól (líka sólarlampa) strax eftir að þú hefur borið það á þig. Notaðu það því helst á kvöldin. Einnig fást ýmsar gagnlegar vörur í Lyfju og í Apótekinu sem draga úr bólum og fílapenslum. Má þar nefna Clearasil, La Formule, Neostrata og Silicol Skin.

Spurt og svarað

Húðvandamál Strákurinn minn 15 ára er með töluvert af bólum í andliti og hefur heyrt að Decutan sé áhrifaríkt á bólur. Er lyfið eitthvað hættulegt eða miklar aukaverkanir sem þarf að hafa áhyggjur af? 
Skoða nánar