Herferð: Heyrn

Fyrirsagnalisti

Heyrn : Eyrnahreinsun og einföld heyrnarmæling í Lágmúla og Smáratorgi

Lyfja býður upp á nýja þjónustu hjá hjúkrunarfræðingum Lyfju Lágmúla og Smáratorgi en þangað getur þú mætt í eyrnahreinsun og einfalda heyrnarmælingu án tímabókunar sem gefur til kynna hvenær um heyrnarskerðingu geti verið að ræða.

Nánar

Heyrn : Samskiptaráð

  • Dragðu úr bakgrunnshljóðum og slökktu á sjónvarpinu
  • Haltu augnsambandi og talaðu í átt að heyrnarskerta einstaklingnum.
  • Ekki snúa baki í eða standa langt frá einstaklingnum þegar þú talar við hann.
  • Talaðu skýrt og eðlilega, ekki hækka röddina.
  • Forðastu að öskra nálægt heyrnartækinu, það veldur óþægindum.

Fræðslumyndbönd Heyrn : Heyrnar­tækið þitt

Heyrnartækið er í hnotskurn mjög lítið hljóðkerfi með hljóðnema, magnara og hátalara. Þetta tæki mun magna hljóðin sem þig vantar, þannig að öll heyrnartæki eru sérsniðin að heyrnarskerðingu notandans. Af þeim sökum geta aðrir ekki notað þau þar sem engir tveir eru með nákvæmlega sömu heyrnarskerðinguna.

Nánar
IStock_84126213_SMALL

Heyrn : Eyrnasuð | Hvað er til ráða?

Tugir milljóna manna og kvenna um allan heim þjást af eyrnasuði (tinnitus). Um er að ræða stöðugan tón fyrir öðru eða báðum eyrum sem dynur á sjúklingnum allan sólarhringinn, allt árið. Erfitt er að lýsa eyrnasuði fyrir þeim sem aldrei hafa fengið það sjálfir en því hefur verið lýst sem suði, hringingu, öskri, hvísli, klið eða öðru þvílíku. Eyrnasuð er ekki sjúkdómur heldur sjúkdómseinkenni og ekki finnst á því skýring nema stöku sinnum en það helst oft í hendur við heyrnartap.

Nánar