Getnaðarvarnir : Pillan

Ég er á pillunni Diane mite og ég gleymdi að taka pilluna í 3. viku og sleppti því pillupásunni eins og stendur að eigi að gera i leiðbeiningunum. En ég er að fara í ferðalag í vikunni sem ég á að taka næstu pillupásu og er því mjög óhentugt að fara á túr þá. Er öruggt að sleppa pillupásunni í tvo skipti í röð?

Getnaðarvarnir : Pillan, ráðleggingar

Ég hef verið a mercilon frá því eg var unglingur. Ég beit það í mig í byrjun nóv að hætta á henni eða taka allavega pásu. Núna er eg að gefast upp og vill byrja á henni aftur...ég er á þriðja degi blæðinga...má ég taka hana inn bara strax á morgun eða hvað? Ætla að fara kaupa hana a morgun og væri gott að fá ráðleggingar um hvernig eigi að byrja a henni aftur..

Getnaðarvarnir : Pillan

Ég gat ekki séð svarið við spurningum annara hjá ykkur og var að velta því fyrir mér hvaða pillu tegund værir hentugust fyrir stelpur á 18 aldursári sem getnaðarvörn ? 

Getnaðarvarnir : Ótti við pilluna

Ég vil spyrja hvort það að taka pilluna sé óhætt. Er nýbyrjuð á pillunni sem heitir Mercilon og mjög hrædd við aukaverkanir. Hljómar kannski asnalega en er bara svo hrædd við pilluna. Er það ástæðulaus ótti?