Alkeran

Æxlishemjandi lyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Melfalan

Markaðsleyfishafi: Aspen Pharma

Alkeran er frumudrepandi krabbameinslyf, notað við t.d. krabbameini í brjóstum, beinmerg og eggjastokkum. Melfalan, virka efnið í lyfinu, er afbrigði af köfnunarefnissinnepsgasi og tilheyrir flokki alkýlerandi krabbameinslyfja. Lyf í þessum flokki skemma erfðaefni frumna og koma í veg fyrir frumuskiptingu og vöxt þeirra. Melfalan hefur mest áhrif á þær frumur sem fjölga sér hratt. Krabbameinsfrumur fjölga sér mun hraðar en heilbrigðar frumur og því eru áhrif lyfsins að mestu, en ekki eingöngu, bundin við þær. Áhrifa lyfsins gætir einnig þar sem frumuskipting er hröð í líkamanum, þ.e. í beinmerg, slímhúð í meltingarvegi og húð. Þetta veldur því að aukaverkanir eru nokkuð tíðar. Áhrif á myndun hvítra blóðkorna í beinmerg minnka mótstöðu líkamans gegn sýkingum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
0,15-0,2 mg á hvert kg líkamsþyngdar á dag. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi. Má hvorki brjóta þær, mylja né tyggja.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif lyfsins á krabbamein byrja að koma fram eftir 1-3ja mánaða meðferð.

Verkunartími:
Misjafn eftir sjúkdómum.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Slepptu þeim skammti sem gleymdist og haltu áfram að taka lyfið eins og venjulega. Láttu lækni alltaf vita ef skammtur gleymist.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum.

Langtímanotkun:
Vegna aukaverkana lyfsins þarf að fylgjast reglulega með blóðmynd og ástandi beinmergs.


Aukaverkanir

Lyfið veldur fækkun á blóðkornum sem myndast í beinmerg. Þetta getur lengt storknunartíma blóðs og minnkað mótstöðu líkamans gegn sýkingum. Þessar breytingar ganga yfirleitt til baka þegar meðferð er hætt.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bólga í munni          
Gula          
Hárlos          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Ógleði, uppköst, niðurgangur          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Önnur lyf geta hugsanlega haft áhrif á eða orðið fyrir áhrifum af meðferð með melfalani. Milliverkanir melfalans við önnur lyf eru ekki að fullu þekktar. Vegna ónæmisbælandi áhrifa lyfsins verður að gæta varúðar við bólusetningu með lifandi bóluefni.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir verið í geislameðferð eða fengið önnur krabbameinslyf á síðustu fjórum vikum
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er sjaldan notað hjá börnum.

Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Getur aukið líkur á lifrarvandamálum, forðist mikla neyslu áfengis.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.