Ikervis

Augnlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Ciklospórín

Markaðsleyfishafi: Santen Oy | Skráð: 1. febrúar, 2016

Ikervis inniheldur virka efnið cíklósporín. Cíklósporín tilheyrir flokki lyfja sem þekkt eru sem ónæmisbælandi lyf og notuð eru til að draga úr bólgum. Lyfið er notað til að meðhöndla fullorðna með alvarlega glærubólgu (bólgu í glæru sem er gegnsæja lagið á framhluta augans). Það er notað hjá sjúklingum með augnþurrk sem ekki hefur batnað eftir meðferð með táralíki (gervitárum). Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki. Þú ættir að fara til læknisins að minnsta kosti á 6 mánaða fresti svo hann geti metið áhrif meðferðarinnar.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Augndropar.

Venjulegar skammtastærðir:
Einn dropi í hvort veikt auga, einu sinni á dag fyrir svefn.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um hversu hratt lyfið virkar.

Verkunartími:
Verkunartími er mjög mismunandi eftir einstaklingum.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
,

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Má ekki frjósa

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skolaðu augað með vatni. Ekki setja fleiri dropa í augað fyrr en komið er að næsta venjulega skammti.

Langtímanotkun:
Fylgjast þarf reglulega með árangri meðferðar.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanirnar eru í augum og kringum augun.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Augnkláði, tárubólga          
Bólga í auga          
Sjóntruflanir, augnverkur          
Útferð          
Þokusýn          

Milliverkanir

Ekki hafa verið gerðar neinar rannsóknir á milliverkunum við Ikervis. Samhliða gjöf Ikervis og augndropa sem innihalda barkstera getur aukið áhrif cíklósporíns á ónæmiskerfið. Eftirfarandi listi miðast við að lyfin séu tekin inn.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Þú ættir ekki að nota Ikervis ef þú ert þunguð. Konur á barneignaraldri ættu að nota getnaðarvörn á meðan þú notar þetta lyf. Líklegt er að IKERVIS komist í brjóstamjólk í mjög litlu magni. Ef þú ert með barn á brjósti skaltu leita ráða hjá lækninum áður en þú notar lyfið.

Brjóstagjöf:
Líklegt er að lyfið komist í brjóstamjólk í mjög litlu magni. Ef þú ert með barn á brjósti skaltu leita ráða hjá lækninum áður en þú notar lyfið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað fyrir börn og unglinga yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Sömu skammtar

Akstur:
Strax eftir notkun Ikervis augndropa gætirðu fundið fyrir þokusýn. Ef það gerist skaltu bíða með að aka eða nota vélar þar til sjónin skýrist.

Áfengi:
,

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Látið a.m.k. 15 mínútur líða milli þess að aðrir augndropar eru notaðir og áður en Ikervis augndropar eru settir í.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.