Attentin

Örvandi lyf og lyf sem efla heilastarfsemi | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Dexamfetamin

Markaðsleyfishafi: Medice Arzneimittel Pütter GmbH & Co. KG | Skráð: 1. ágúst, 2017

Attentin töflur innihalda virka efnið dexamfetamin súlfat. Lyf getur bætt athygli, einbeitingu og dregið úr hvatvísri hegðun og er notað til að meðhöndla athyglisbrest með ofvirkni (ADHD). Það er eingöngu notað þegar annað lyf sem kallast methylphenidat hefur ekki virkað nógu vel.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru mjög einstaklingsbundnir.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.

Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef teknir eru fleiri en einn skammtur á dag skaltu taka skammtinn þegar þú manst eftir því og láta síðan sama tíma líða á milli skammta og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal strax hafa samband við lækni, sjúkrahús, eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) eða hringja á sjúkrabíl. Láttu vita hversu mikið hefur verið tekið af lyfinu. Sýndu lækninum pakkninguna eða þennan fylgiseðil. Ofskammtur af þessum töflum getur verið mjög alvarlegur.

Langtímanotkun:
Getur valdið ávana og fíkn.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Geðveiki      
Hjartsláttartruflanir      
Lystarleysi, ógleði        
Munnþurrkur        
Svefnleysi        
Svimi, höfuðverkur        
Víma, málæði        
Þvagtregða        

Milliverkanir

Séu MAO-blokkandi lyf (gömul þunglyndislyf) tekin hálfan mánuð fyrir lyfjagjöf gæti það leitt til mikillar blóðþrýstingshækkunar.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með astma
  • þú sért með einhvern hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með flogaveiki
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 3ja ára.

Eldra fólk:
Skammtar eru mjög einstaklingsbundnir.

Akstur:
Lyfið getur skert aksturshæfni.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Bannað í keppni.

Fíknarvandamál:
Lyfið getur verið vanabindandi. Ávanahætta er meiri eftir því sem skammtar eru stærri eða lyfið er notað í lengri tíma og hjá þeim sem hafa tilhneigingu til misnotkunar lyfja eða áfengis.

Annað:
Það á að taka Attentin töflur með vatni, helst með mat eða strax eftir máltíð. Alltaf skal taka Attentin töflurnar á sama tíma dags í tenglum við máltíðir. Almennt ætti ekki að taka síðasta skammt of löngu eftir hádegi til að forðast erfiðleika við að sofna.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.