Caverject Dual

Þvagfæralyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Alprostadíl

Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 1. mars, 2002

Caverject Dual er notað við getuleysi karlmanna vegna ristruflana. Lyfið hentar við getuleysi af geðrænum toga, af völdum taugasjúkdóma eða slagæðasjúkdóma, en er þó stundum notað þótt orsök getuleysis sé ekki þekkt. Það er einnig notað til greininga á stinningarvandamálum. Lyfinu er sprautað í getnaðarliminn þar sem það víkkar æðar og eykur blóðflæði. Þar sem lyfið er gefið sem stungulyf er það vandmeðfarið og rétt notkun krefst nokkurrar þjálfunar. Virka efnið alprostadíl getur haft æðavíkkandi áhrif annars staðar í líkamanum, þótt áhrif þess séu að mestu bundin við getnaðarliminn. Þetta getur valdið lækkun á blóðþrýstingi og svima í einstökum tilfellum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í getnaðarlim.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtastærðir eru einstaklingsbundnar og eru á bilinu 2,5-20 míkrógrömm í hverjum skammti. Aðeins má nota lyfið einu sinni á dag og ekki oftar en 3svar í viku.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
10-20 mín.

Verkunartími:
Um 1 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Fullbúið stungulyf geymist í sólarhring við stofuhita.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er aðeins notað til að framkalla stinningu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má notkun lyfsins hvenær sem hentar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Aukin hætta er á langvarandi stinningu þegar stórir skammtar eru notaðir. Langvarandi stinning getur valdið skemmdum á vef í getnaðarlimnum. Hafðu samband við lækni sem fyrst ef stinning varir í 4 klst. eða lengur.

Langtímanotkun:
Langtímanotkun getur leitt til örmyndunar í getnaðarlim.


Aukaverkanir

Algengasta aukaverkun lyfsins er verkur í getnaðarlim og kemur fram í um 15% tilfella. Hafðu strax samband við lækni ef stinning varir lengur en í 4 klst.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blæðing á stungustað          
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur          
Langvarandi stinning        
Útbrot, kláði          
Verkur eða roði í getnaðarlim          
Yfirlið          

Milliverkanir

Vera má að alprostadíl auki áhrif blóðþrýstingslækkandi lyfja, æðavíkkandi lyfja, segavarnarlyfja og blóðflögusamloðunarhemla. Áhrif samtímis notkunar alprostadíls og annarra lyfja við ristruflun (t.d. síldenafíl) eða annarra lyfja sem valda stinningu (t.d. papaverín) hafa ekki verið formlega rannsökuð. Slík lyf á ekki að nota samtímis alprostadíli vegna hugsanlegrar hættu á langvarandi stinningu.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með lágan blóðþrýsting
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú þjáist af blóðleysi eða sért með hvítblæði

Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið er ekki ætlað konum.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima. Óráðlegt er að aka bíl fyrr en áhrif lyfsins eru liðin hjá.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins. Áfengi getur þó dregið úr kyngetu.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Notaðu smokk ef hafðar eru samfarir við þungaða konu. Leitaðu læknis ef stinning varir lengur en í 4 klst.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.