Vizarsin

Þvagfæralyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Síldenafíl

Markaðsleyfishafi: Lyfis | Skráð: 1. ágúst, 2010

Vizarsin er notað við stinningarvanda karla. Virka efnið síldenafíl minnkar niðurbrot á æðavíkkandi efni í getnaðarlim. Þetta æðavíkkandi efni myndast í limnum við kynferðislega örvun og því veldur lyfið ekki stinningu eitt sér heldur þarf örvun til þess að lyfið virki. Áhrif síldenafíls eru að mestu leyti bundin við æðar í getnaðarlimnum. Það getur haft einhver æðavíkkandi áhrif á öðrum stöðum í líkamanum, en í venjulegum skömmtum eru þau óveruleg. Síldenafíl er ekki ætlað öðrum karlmönnum en þeim sem eiga í vandræðum með stinningu. Lyfið er alls ekki ætlað konum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
25-100 mg í senn einu sinni á dag. Lyfið er tekið 60 mín. fyrir samfarir. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
10-40 mín.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Áhrif lyfsins eru lengur að koma fram ef þú neytir fituríkrar fæðu áður en þú tekur lyfið.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki tekið að staðaldri.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
ið er ekki tekið að staðaldri. Hætta má töku þess hvenær sem henta þykir.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Þó eru meiri líkur á að aukaverkanir lyfsins komi fram eftir því sem stærri skammtar eru teknir. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Engin þekkt vandamál.


Aukaverkanir

Þær aukaverkanir sem hafa komið fram eru vægar og háðar skammtastærð lyfsins.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur        
Höfuðverkur, sundl          
Langvarandi stinning        
Meltingartruflanir          
Nefstífla          
Roði eða hitatilfinning í andliti          
Sjóntruflanir          
Útbrot, kláði          
Yfirlið          

Milliverkanir

Greipaldinsafi getur haft áhrif á virkni lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með blóðsjúkdóm
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með óeðlilegan getnaðarlim
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið er ekki ætlað konum.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og sjóntruflunum. Óráðlegt er að aka bíl fyrr en áhrif lyfsins eru liðin hjá.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins. Áfengi getur þó dregið úr kyngetu.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.