Cyclogest

Kvenhormón | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Prógesterón

Markaðsleyfishafi: Gedeon Richter Plc. | Skráð: 1. maí, 2020

Cyclogest er skeiðarstíll sem inniheldur náttúrulegt kvenhormón sem kallast prógesterón. Cyclogest er ætlað konum sem þurfa viðbótar prógesterón þegar þær eru í frjósemismeðferð (tæknifrjóvgun (assisted reproductive technologies; ART). Prógesterón virkar á slímhimnuna í leginu og hjálpar þér við að verða barnshafandi sem og að viðhalda þungun, þegar þú ert í frjósemismeðferð.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Skeiðarstíll sem er settur í leggöng.

Venjulegar skammtastærðir:
Ráðlagður skammtur er einn 400 mg skeiðarstíll sem komið er fyrir í leggöngum tvisvar á dag, og hefst meðferðin á eggheimtudegi. Ef þungun er staðfest á að halda meðferð áfram í 38 daga frá upphafi meðferða.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hormón frásogast hratt, verkun hefst samdægurs.

Verkunartími:
Til að viðhalda lífeðilsfræðilegu prógesterón gildi í blóði þarf að taka lyfið á 12 klst fresti. Lyfið er því heldur skammvirkt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Á ekki við.

Geymsla:
Geymið lyfið við stofuhita, undir 30°C, þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Haltu meðferð áfram um leið og þú manst eftir því, og haltu síðan áfram eins og mælst er fyrir um. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Vinsamlegast ráðfærðu þig við lækninn ef þú hættir eða ætlar að hætta notkun Cyclogest. Ef prógesterónmeðferð er stöðvuð skyndilega getur það valdið kvíða, skapsveiflum og aukið næmi gagnvart flogum.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir eru kviðverkir, hægðatregða, þreyta og brjóstverkir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blæðingar í fæðingarvegi        
Brjóstverkur        
Erting eða kláði í leggöngum        
Hitasteypur        
Hægðatregða, uppþemba eða önnur óþægindi í meltingarvegi        
Höfuðverkur        
Skapbreytingar        
Uppköst, niðurgangur        
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar    
Þreyta, svefnhöfgi        
Þvagleki        

Milliverkanir

Ekki er mælt með notkun annarra lyfja í leggöng samtímis Cyclogest skeiðarstílum þar sem ekki er vitað hvort það hefur áhrif á meðferðina.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
 • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
 • þú sért með astma
 • þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
 • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
 • þú sért með sykursýki
 • þú eigir sögu um blóðtappa
 • þú takir einhver önnur lyf
 • þú sért með flogaveiki eða hafir fengið flog
 • þú hafir sögu um mígreni
 • þú sért með blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum ástæðum
 • þú hafir sögu um þunglyndi
 • þú sért með æxli sem er næmt fyrir hormónum

Meðganga:
Cyclogest má nota á fyrsta hluta meðgöngu hjá konum sem þurfa viðbótar prógesterón, þegar þær eru í frjósemismeðferð (ART).

Brjóstagjöf:
Ekki má nota Cyclogest á meðan á brjóstagjöf stendur, vegna þess að lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun lyfsins hjá 65 ára og eldri.

Akstur:
Cyclogest hefur væg eða miðlungsmikil áhrif á hæfni til aksturs. Lyfið getur valdið sundli og því skal viðhafa aðgát þegar ökutækjum og vélum er stjórnað. Hver og einn verður að meta hæfni sína til aksturs.

Annað:
Cyclogest er eingöngu til notkunar hjá konum sem eru í tæknifrjóvgunarferli (assisted reproductive technologies; ART). Meðferðin hefst á degi eggheimtu. Læknirinn lætur þig vita hvenær meðferðin hefst.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.