Havrix

Bóluefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Lifrarbólgu A veirur

Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline | Skráð: 1. júlí, 1994

Lifrarbólga A er veirusýking og er hún nánast óþekkt hér á landi. Þau tilfelli sem þekkt eru hérlendis hafa flest borist frá öðru landi. Helstu smitleiðir lifrarbólgu A veirunnar eru þar sem hreinlæti er ábótavant, þ.e. með matvælum, vatni og við nána snertingu. Í flestum tilfellum gengur sjúkdómurinn sjálfkrafa yfir en í einstaka tilfellum getur hann valdið alvarlegum fylgikvillum, eins og lifrarbilun. Havrix inniheldur dauðar lifrarbólgu A veirur sem eiga að örva líkamann til þess að mynda vörn gegn veirunni án þess að fólk veikist.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í vöðva.

Venjulegar skammtastærðir:
1 skammtur gefinn 2svar sinnum, sá seinni 6-12 mánuðum eftir fyrri skammtinn til þess að tryggja langtímavörn. Einnig má gefa seinni skammtinn allt að 5 árum seinna.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
2-3 vikur eftir einn skammt af bóluefninu.

Verkunartími:
Ekki er vitað með vissu hversu lengi bóluefnið virkar en talið er að það dugi í a.m.k. 25 ár.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki frjósa.

Ef skammtur gleymist:
Ef seinni skammtur gleymist ber að gefa hann um leið og munað er eftir því þar sem möguleiki er að ekki hafi myndast nægilegt magn af mótefnum. Ekki má gefa tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki er talið æskilegt að hætta gjöf lyfsins fyrr en báðir skammtarnir hafa verið gefnir þar sem líkur eru á að ekki hafi myndast nægilegt magn af mótefni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Aukaverkanir eru yfirleitt vægar og standa yfir í stuttan tíma.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti, slappleiki, höfuðverkur          
Krampar        
Kviðverkir, niðurgangur          
Ógleði, uppköst, lystarleysi          
Roði, bólga og eymsli á stungustað          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar        
Vöðvaverkir, liðverkir          

Milliverkanir

Lyfið má ekki blanda í sömu sprautu við önnur bóluefni. Ef nota á önnur bóluefni þarf að nota aðra stungustaði.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með blæðingasjúkdóm
  • þú sért með hita eða sýkingu
  • þú sért með skert ónæmiskerfi

Meðganga:
Ekki má nota lyfið nema brýna nauðsyn beri til.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk. Ekki skal nota lyfið nema brýna nauðsyn beri til.

Börn:
1-15 ára börn fá minni skammta.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Adrenalín stungulyf verður að vera til staðar ef til bráðaofnæmis eða annarra ofnæmisviðbragða kemur. Bóluefnið má ekki gefa í æð.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.