Vibeden

Blóðskortslyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Hýdroxókóbalamín

Markaðsleyfishafi: Sandoz | Skráð: 1. desember, 1972

Hýdroxókóbalamín nefnist öðru nafni B12-vítamín. Til að blóðmyndun sé eðlileg er mikilvægt að nægjanlegt magn kóbalamíns sé til staðar í líkamanum, auk fólínsýru og járns. Skortur á kóbalamíni í líkamanum getur m.a. orsakast af því að ekki er nóg af því í fæðunni, en einnig getur ástæðan verið sú að líkamann vantar svokallaðan innri þátt (intrinsic factor), en það er efnisþáttur sem hjálpar til í frásogi kóbalamíns. Þar sem kóbalamín á ríkan þátt í blóðmyndun líkamans eru skortseinkennin venjulega í samræmi við það eins og til að mynda aukin þreyta, tíðari marblettir og blæðingar úr sárum. Þrátt fyrir fjölda rannsókna hefur enn ekki tekist að komast að því hver verkun kóbalamíns er í smáatriðum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í vöðva.

Venjulegar skammtastærðir:
1 ml (1 mg) í vöðva á 2-3ja mánaða fresti. Upphafsmeðferð er oft 1 ml í vöðva annan hvern dag í 5 skipti.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrifin koma venjulega fljótt fram.

Verkunartími:
1 mg skammtur endist í 2-10 mánuði.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Ætti ekki að vera vandkvæðum háð.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar        

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Talið er óhætt fyrir mjólkandi móður að nota lyfið.

Börn:
Venjulegar skammtastærðir.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.