Fræðslugreinar

Almenn fræðsla Augun Sérfræðingar Lyfju : Sykursýki og augnheilsa

Jóhannes Kári augnlæknir fræðir um áhrif ómeðhöndlaðrar sykursýki á augun. Sykursýki er ein algengasta orsök blindu meðal ungra og miðaldra vesturlandabúa. Orsök þessa eru sértækar skemmdir sem sykursýki getur unnið í augnbotni/sjónhimnu einstaklinga með sykursýki.

Almenn fræðsla Augun Sérfræðingar Lyfju : Laseraðgerðir á augum

Jóhannes Kári augnlæknir fjallar um laseraðgerðir á augum í þessum áhugaverða fyrirlestri. Laseraðgerðir á augum hafa rutt sér til rúms á undanförnum áratugum og eru nú orðnar ein algengasta aðgerð sem framkvæmd er á mannslíkamanum.

Almenn fræðsla Augun Sérfræðingar Lyfju : Augnsýkingar

Inga Sæbjörg lyfjafræðingur hjá Lyfju gefur góð ráð við augnsýkingum. Bakteríur og veirur geta valdið augnsýkingum. Einkenni augnsýkinga eru m.a. roði, gröftur, ljósnæmi, bólga í auganu og í kringum það, kláði o.fl. Þetta getur fylgt kvefi og öðrum öndunarfærasýkingum, sérstaklega hjá börnum.

Almenn fræðsla Augun : Linsur í áskrift

Þú færð 10% afslátt af öllum linsum í áskrift hjá Lyfju. Veldu linsur, styrkleika og afhendingarmáta sem henta þér, þú getur fengið heimsent eða sótt í næstu verslun Lyfju.

Almenn fræðsla Augun : Augnheilsa og skjábirta

Í nútíma samfélagi erum við umkringd blárri gervibirtu frá loftljósum og hinum ýmsu raftækjum. Bláa birtan frá þessum tækjum er í mjög ónáttúrulegum hlutföllum miðað við þá bláu birtu sem kemur náttúrulega frá sólinni.

Almenn fræðsla Augun Sérfræðingar Lyfju : Ertu með augnþurrk?

Augnþurrkur er orðið algengara vandamál á síðustu árum í vestrænum þjóðfélögum. Þurrt loft og aukin tölvu- og tækjanotkun hefur áhrif á táraframleiðsluna. Jóhannes Kári augnlæknir gefur góð ráð um augnþurrk.

Almenn fræðsla Augun : Hvarmabólga | Hvað er til ráða?

Jóhannes Kári augnlæknir fræddi um hvarmabólgu og hvað sé til ráða á Facebooksíðu Lyfju 13. apríl sl.

Almenn fræðsla Augun : Stóru augnsjúkdómarnir þrír

Jóhannes Kári augnlæknir fræðir um stóru augnsjúkdómana þrjá, forvarnir og mikilvægi þess að fara reglulega í augnskoðun.

Almenn fræðsla Augun : Augnheilsa | Næring og bætiefni

Sigfríð Eik næringarþerapisti fræðir um næringu og bætiefni sem geta haft góð áhrif á augnheilsuna í þessum áhugaverða fræðslufyrirlestri.

Almenn fræðsla Augun : Fjölbreytt fræðsla um augnheilsuna

Í mars og apríl og mars býður Lyfja uppá fjölbreytta fræðslu á Facebook og Instagramsíðu Lyfu þar sem augnlæknir, lyfjafræðingur og næringarþerapisti fræða okkur um mikilvægi augnheilsu. Kynntu þér glæsilega dagskrá.

Almenn fræðsla Augun : Hvernig er augnheilsan?

Ýmsir kvillar tengdir augum geta komið upp og eru sumir hverjir mjög algengir, eins og augnþurrkur, hvarmabólga og augnsýkingar. Inga Sæbjörg Magnúsdóttir er lyfjafræðingur hjá Lyfju og ætlar að fjalla sérstaklega um algenga kvilla tengda augum og hvað sé til ráða.

Almenn fræðsla Augun : Næring og bætiefni sem geta haft góð áhrif á augnheilsuna

Fjölmargar rannsóknir sýna að mataræði og lífsstíll eiga stóran þátt í að viðhalda heilbrigðum augum þegar við eldumst. Því er mikilvægt að borða hollan mat sem er innihaldsríkur af vítamínum, andoxunarefnum og steinefnum til að viðhalda heilbrigðum augum, vernda þau fyrir útfjólubláum geislum og draga úr líkum á aldurstengdum augnsjúkdómum.

Almenn fræðsla Augnsjúkdómar Augun : Augnsýking | einkenni og góð ráð

Ýmsar örverur geta sýkt augað s.s. bakteríur, sveppir og veirur. Einkenni augnsýkingar eru meðal annars roði, verkur, gröftur, viðkvæmni fyrir ljósi, bólga, kláði, þokusjón o.fl. Hægt er að hafa einkenni í öðru eða báðum augum. Mikilvægt er að leita til læknis ef grunur leikur á augnsýkingu, eða ef einkenni lagast ekki innan 1-2 daga, því ómeðhöndluð sýking getur orðið hættuleg og valdið sjónskaða.

Almenn fræðsla Augnsjúkdómar Augun : Augnþurrkur | einkenni og góð ráð

Sirka 25% af fullorðnu fólki finna fyrir augnþurrki á einhverju tímabili. Annað hvort er of lítil táraframleiðsla eða að tárin sem eru framleidd eru af lélegum gæðum. Einkenni geta verið mismunandi milli einstaklinga og óþægindin í augum geta verið með eða án sjóntruflana. Einkennin geta líka verið mismunandi eftir tímabilum hjá sama einstaklingi.

Mynd af blómum: Allef Vinicius on Unsplash

Almenn fræðsla Augun Ofnæmi Sérfræðingar Lyfju : Frjókornaofnæmi

Frjókornaofnæmi er ofnæmi fyrir gróðri, grasi og trjám. Dæmigerð einkenni eru hnerri, nefrennsli eða nefstífla, rauð og tárvot augu og kláði.

Augnsjúkdómar Augun Sérfræðingar Lyfju : Augnangur

Augnkvef eða vogrís orsakast vanalega af bakteríum eða veirusýkingum og er bráðsmitandi. Einkenni eru rauð og viðkvæm augu sem úr getur komið gröftur og aukin táramyndun. Frjókornaofnæmi ýtir oft undir þessi einkenni.