Húðrútína karla og kvenna

Almenn fræðsla Húð

Oftast er talað um 6 húðgerðir og hér eru nokkur einkenni til að auðvelda þér að greina húðgerðina þína rétt.

HVER ER HÚÐGERÐIN MÍN?


NORMAL/VENJULEG HÚÐ
Húð þar sem svita- og fitumyndun eru í jafnvægi, er með góðan teyjanleika og nokkuð jafnt litarhaft. Einstaka bólur er eðlilegt.

FEIT/OLÍUMIKIL HÚÐ
Húð sem er gjörn á að framleiða umfram olíu, þar af leiðandi mögulega gjörn á bólumyndun. Oft aðeins grófari húð með meira áberandi svitaholur, sérstaklega á T-svæðinu, sem er enni, nef og haka.

Skoða húðrútínu fyrir bólótta húð

BLÖNDUÐ HÚÐ
Er blanda af tveimur húðgerðum. Oft er T-svæðið olíumeira og kinnar þurrar.

VIÐKVÆM HÚÐ
Þessi húðgerð er viðkvæmari fyrir vörum sem gætu til dæmis innihaldið mjög virk efni eins og ilmefni, litarefni eða rotvörn. Roðnar auðveldlega við snertingu.

Skoða húðrútínu fyrir viðkvæma húð

FITUÞURR HÚÐ
Þessa húð skortir fitu eða næringu, oft ruglað saman við rakaþurra húð en það sem einkennir ofþornaða húð er að sprungur eru til staðar í húðinni. Þessi húðgerð þarf feit krem eða olíur.

RAKAÞURR HÚÐ
Þessi húðgerð skortir raka, er oft með yfirborðs þurrkubletti.

MORGUNRÚTÍNA

  1. Andlitshreinsir (froða, gel, krem) er notað til að þrífa olíu og svita sem við seytum um nóttina, einnig erum við búin að liggja með andlitið á koddanum sem á gæti verið óhreinindi og/eða hárvörur.
  2. Andlitsvatn / Micellar vatn er notað til að fjarlægja leyfar af andlitshreinsinum sem og óhreinindum sem náðust ekki af með hreinsinum. Einnig er hægt að nota andlitsvatn með auka virkni í eftir þinni húðgerð. Til dæmis rakagefandi andlitsvatn eða sem inniheldur sýrur o.fl.
  3. Andlitsserum
  4. Augnkrem
  5. Dagkrem
  6. Sólarvörn

KVÖLDRÚTÍNA

  1. Augnfarðahreinsir
  2. Andlitshreinsir
  3. Andlitsvatn
  4. Andlitsserum
  5. Augnkrem
  6. Næturkrem

1350x350-copy

Mynd af kremi og sítrónum: Birgith Roosipuu fráUnsplash