Skordýrabit | nokkur góð ráð

Algengir kvillar Almenn fræðsla Húð Ofnæmi

Reynt er að fyrirbyggja bit með skordýrafælandi spreyi eða með því að passa að hafa net í gluggum þegar lúsmý er mikið á ákveðnum tímum sumars. Ef skordýrið hefur skilið eftir sig brodd í húðinni er reynt að fjarlægja hann.

Gott er að þvo svæðið sem hefur verið stungið með sápu og vatni og jafnvel setja kælibakstur eða ísmola í klút á bitið í ca. 10 mínútur. Forðast ber að klóra svæðið eins og hægt er til að fyrirbyggja smit og meiri ertingu. Ef börn hafa verið stungin er gott að klippa neglurnar og halda þeim stuttum og hreinum. Verkir, bólga og kláði geta stundum verið í nokkra daga. 

Ef miklir verkir fylgja bitinu (eins og eftir geitungabit) má taka parasetamól. Við kláðanum er gott að nota hydrocortison krem (Mildison eða Hydrocortison) úr lausasölu (borið á 2svar á dag) eða fá lyfseðil frá lækni uppá sterkari stera ef einkenni lagast ekki af hydrocortisoni. Við bólgu er hægt að nota kælibakstra. Einnig getur hjálpað að taka inn andhistamín lyf (ofnæmislyf) við einkennum skordýrabita.

Ef einkenni eru mjög svæsin eða lagast ekki eftir nokkra daga (eða versna) getur þurft að fá tíma hjá lækni. Ef bitið er í munni eða hálsi eða nálægt augum þarf að hafa samband við lækni. Einnig ef stórt svæði á húðinni (ca. 10 cm eða meira í kringum bitið) verður rautt og bólgið gæti læknir þurfta að ávísa á sýklalyf. Ef fólk fær hita eða önnur einkenni um sýkingu verður að hafa samband við lækni. 

Einstaka sinnum er fólk með bráðaofnæmi fyrir skordýrabitum og í þeim tilfellum verður að hringja í 112 og koma viðkomandi á sjúkrahús. Einkenni um bráðaofnæmi eru t.d. öndunarerfiðleikar (hvæsandi öndun), bólgið andlit, munnur eða háls, hraður hjartsláttur, veikindatilfinning, svimi eða yfirliðstilfinning, kyngingarerfiðleikar eða meðvitundarskerðing.

Skordýrafælur eru til dæmis:

  • Moustidose spray sem hefur 8 klst. verkun. Inniheldur DEET sem er mjög áhrifaríkt.
  • Skordýrafæla frá Purity Herbs sem inniheldur náttúruleg efni s.s. citrónellu, piparmintu, lavender o.fl.
  • Chicco Anti-masquito device er stungið í samband og gefur frá sér hátíðnihljóð sem skordýr fælast.
  • Spray natural kids og Tropical innihalda olíur og plöntur sem skordýr fælast.
  • Tea-tree olía getur fælt skordýr frá vegna lyktarinnar.


Til að lina óþægindi eftir bit, annað en lyf eru til dæmis:

  • Moustidose soothing cream/cooling effect sem inniheldur náttúruefni úr ákveðnu tréi sem hefur kælandi, kláðastillandi og róandi áhrif á húðina.
  • After Bite er penni sem er hristur vel fyrir notkun og má nota frá 3ja ára aldri. Nuddað er með stútnum yfir bitsvæðið eftir þörfum. Penninn inniheldur m.a. ammóníu.
  • Beuer mýbitsbaninn
    Tæki sem dregur úr sviða, kláða og bólgum eftir mýbit og flýtir fyrir bata. Tvær stillingar: 3 sekúndur eða 6 sekúndur.

 

Spreyin

Skoðaðu flugnafælur og "eftir bit" vörurnar í netverslun Lyfju | smelltu hér

 

Mynd: Wolfgang Hasselmann frá Unsplash