Lifum heil: Algengir kvillar

Fyrirsagnalisti

Algengir kvillar Húð Móðir og barn : Sykursýki á meðgöngu

Meðgöngusykursýki (e. gestational diabetes, GDM) er sykursýki sem greinist fyrst á meðgöngu. Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af of háum blóðsykri sem stafar annað hvort af of litlu magni insúlíns í blóði eða af óeðlilegri virkni insúlíns í vefjum. Insúlín er hormón sem er framleitt í brisi. Þegar kona er með meðgöngusykursýki framleiðir líkaminn ekki nóg af insúlíni til að mæta aukinni insúlínþörf á meðgöngu eða líkaminn nýtir ekki það insúlín sem er til staðar.

Algengir kvillar Almenn fræðsla Húð Ofnæmi : Skordýrabit | nokkur góð ráð

Reynt er að fyrirbyggja bit með skordýrafælandi spreyi eða með því að passa að hafa net í gluggum þegar lúsmý er mikið á ákveðnum tímum sumars. Ef skordýrið hefur skilið eftir sig brodd í húðinni er reynt að fjarlægja hann.

Algengir kvillar Almenn fræðsla Taktu prófið : Breytinga­skeið kvenna | Ertu með einkenni?

Greining breytingaskeiðs byggist fyrst og fremst á einkennum. Greene Climacteric Scale einkennalistinn er staðfestur og áreiðanlegur mælikvarði um 23 einkenni breytingaskeiðs kvenna. Með því að styðjast við listann getur þú auðveldlega fylgst með þróun einkenna með stigagjöf.

Algengir kvillar Almenn fræðsla Hlaðvarp : Sýklalyfjaónæmi - Hlaðvarp Lyfjastofnunar

Dagana 18. -24. nóvember 2019 stóð yfir alþjóðleg vitundarvika um sýklalyfjaónæmi og skynsamlega notkun sýklalyfja. -Rætt er við Kolbein Guðmundsson, yfirlækni Lyfjastofnunar um hvernig sýklalyf verka, og hvernig ónæmi gegn sýklalyfjum getur orðið til.