Spurðu sérfræðinginn
Lyfjafræðingar Lyfju svara fyrirspurnum um flest allt sem lýtur að heilbrigði og heilsu.
Senda inn spurningu Sjá allar spurningar og svörGóð meltingarflóra getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan þína. Hún styrkir ónæmiskerfið, en yfir 70% af því er að finna í meltingarveginum.
Það er hægt er að flokka svefnleysi í tvo mismunandi þætti. Annars vegar það ástand að fólk sé sífellt að vakna upp eftir að það hefur sofnað og eigi erfitt með að sofna aftur. Hinsvegar er það að fólk eigi erfitt með að sofna á kvöldin. Svefnleysi getur verið tímabundið, komið fyrir endrum og eins eða verið viðvarandi vandamál.4
"Nú er kominn sá árstími þegar fólk flykkist út til að njóta útiveru og sólar. Sólin gefur okkur kærkomna birtu og hlýju en einnig útfjólubláa geislun sem getur skaðað okkur ef við förum ekki varlega."
Aðgát skal höfð í nærveru sólar á vel við þegar að tíðni sortuæxlis í heiminum eykst um 3-7 % á hverju ári. Án vafa eru nokkrar ólíkar orsakir fyrir þessari aukningu en líklega má kenna óvarlegri sólarnotkun þar um.
Stöðugt algengara er að talað er um tengsl mataræðis við hegðunarvandamál og námsörðugleika hjá börnum.
Mikið hefur verið rætt um munntóbaksnotkun og þá kannski sérstaklega á meðal ungs fólks. En hvernig er staðan? Hversu margir eru að nota munntóbak? Er það ekki margfalt saklausara en reykingar? Kannski ekki, kannski er munntóbak í raun úlfur í sauðagæru.
Það er staðreynd að margir fullorðnir einstaklingar stríða við fótamein af einhverju tagi. Það er nauðsynlegt að taka snemma á vandanum svo hann verði ekki verri og fæturnir þurfa jú að duga þér alla ævi.
Óhefðbundin meðferð við ýmis konar vandamálum nýtur mikillar hylli í íslensku samfélagi eins og öðrum.
Við búum við þau forréttindi hér á landi að geta drukkið vatn beint úr krananum og bragðgæðin eru mikil. Í vatni er enginn viðbættur sykur, engin sætuefni, engin sítrónusýra (E330), engin rotvarnarefni og engin bragðefni.
Börn og unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum eru síður líklegir til að sýna ýmis konar áhættuhegðun. Fjölskyldan getur fengist við ýmislegt saman sem þarf ekki að kosta mikið eða jafnvel ekki neitt.
Holl næring er öllum nauðsynleg ekki síst börnum sem eru að vaxa og þroskast. En hvað á að gefa börnunum að borða þannig að þeim líði vel og gangi sem best í leik og starfi? Morgunverðurinn er oft sagður mikilvægasta máltíð dagsins. Hann þarf þó ekki að vera flókin máltíð, t.d. er kornmatur og mjólkurmatur ásamt ávöxtum eða hráu grænmeti góður morgunmatur og getur samsetningin verið á ýmsa vegu. Sem dæmi má nefna hafragraut eða morgunkorn með mjólk og ávexti, brauð með áleggi og grænmeti ásamt mjólk eða súrmjólk með múslí ásamt ávaxtabita. Þeir sem hafa meiri lyst á morgnana geta bætt við brauðsneið með áleggi. Velja ætti sýrðar mjólkurvörur og morgunkorn með sem minnstum sykri. Lýsi eða annar D-vítamíngjafi er svo ómissandi með morgunmatnum.
Slysin gera ekki boð á undan sér og það er fátt leiðinlegra en að verða fyrir óhappi í frítíma sínum, hvort sem er við garðvinnuna heima, á ferðalagi eða í fjallgöngu um hálendið. Með því að hafa sjúkrakassa við höndina ertu alltaf með fyrstu hjálp innan seilingar og getur auðveldlega hlúð að sárum.
Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) þá fer þriðjungur alls matar á heimsvísu í ruslið. Það eru um 1.3 milljarður tonna af mat á ári.
Góð meltingarflóra getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan þína. Hún styrkir ónæmiskerfið, en yfir 70% af því er að finna í meltingarveginum.
Hver eru vinsælustu vítamín í netverslun Lyfju?
Kæfisvefn getur haft töluverð áhrif daglegt líf. Einkenni kæfisvefns geta komið fram bæði á meðan svefni stendur og einnig í vöku. Helstu einkenni kæfisvefns í svefni eru háværar hrotur, tíð öndunarhlé, uppvaknanir, nætursviti og almennt óvær svefn. Helstu einkenni kæfisvefns að degi til eru dagsyfja, einbeitingarskotur, syfja við akstur, þörf á því að leggja sig á daginn og minnistruflanir.
Orkudrykkir njóta mikilla vinsælda á Íslandi í dag og hefur neysla þeirra aukist mikið á síðustu árum. Orkudrykkjaneysla barna og unglinga er sérstakt áhyggjuefni, en í íslenskri rannsókn frá 2018 kemur fram að um 55% menntaskólanema og 28% grunnskólanema drekki einn eða fleiri orkudrykk daglega.
Þegar kona verður barnshafandi er að mörgu að hyggja í því sem snýr að heilsufari. Eitt af því er lyfjanotkun, hvað er óhætt og hvað þarf að varast í þeim efnum. Því eins og segir á vef heilsugæslunnar berast flest lyf sem mælast í blóði móður, í gegnum fylgjuna til fóstursins. -Rætt er við Guðrúnu Stefánsdóttur lyfjafræðing, teymisstjóra í matsdeild Lyfjastofnunar, og einn helsta sérfræðing stofnunarinnar í því sem snýr að aukaverkunum lyfja.
Við verjum allt að þriðjungi af lífi okkar í svefn en er sá tími alls ekki tímasóun þar sem svefn er ein helsta grunnstoð heilsu ásamt næringu og hreyfingu. Eðlilega er því mikið rætt og skrifað um svefn og margar algengar mýtur eru til er tengjast svefni. Hér fyrir neðan eru dæmi um 10 algengar mýtur um svefn.
Í samstarfi við dr. Erlu Björnsdóttur sem er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum auk annarra svefnsérfræðinga hjá Betri Svefn viljum við hjá Lyfju hjálpa þér að sofa betur.
Lyfja, sem rekurá fimmta tug apóteka um allt land, hefur gefið út app sem ætlað er að auðvelda kaup á lyfjum og um leið bæta öryggi við kaupin
Í Lyfju appinu getur viðskiptavinur gengið sjálfvirkt frá kaupum á lyfjum og fengið þau send heim án aukakostnaðar í helstu þéttbýliskjörnum landsins. Einnig getur viðskiptavinurinn valið að sækja pöntunina í næsta apótek Lyfju í gegnum flýtiafgreiðslu sem tryggir hraðari afhendingu en þekkst hefur og eru afhendingarstaðirnir apótek Lyfju um land allt,
Það að vakna er ferli sem getur tekið tíma og mörg líkamleg atriði hafa áhrif á hversu vel okkur tekst til. Það getur tekið okkur allt að 3 klukkustundir frá því að við vöknum þar til að við náum hámarks einbeitingu.
Líkamsklukkan stjórnast að verulegu leyti af reglubundnum birtubreytingum í umhverfinu sem hefur síðan áhrif á framleiðslu hormóns sem kallast melatónín. Styrkur melatóníns í blóðinu eykst þegar dimmir og stuðlar að því að okkur syfjar á kvöldin.
Að gefnu tilefni hefur Lyfjastofnun breytt fyrirkomulagi um afhendingu ávísanaskyldra lyfja. Frá og með 1. október 2020 verður einungis heimilt að afhenda ávísunarskyld lyf í apótekum til eiganda lyfjaávísunar eða þeim sem hefur ótvírætt umboð hans til að fá þau afhent. Framvísa þarf persónuskilríkjum hvort sem um ræðir eiganda eða umboðsmann. Foreldrar geta sótt fyrir börnin sín án umboðs upp að 16 ára aldri.
18. grein reglugerðar nr. 1266/2017 um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja: „Lyf verða einungis afhent sjúklingi eða umboðsmanni hans ...“
Hlaðvarp Lyfjastofnunar kynnt í samtali við Jönu Rós Reynisdóttur deildarstjóra upplýsingadeildar, og rætt við Hrefnu Guðmundsdóttur lyflækni og sérfræðing á Lyfjastofnun um bóluefni.
Komstu að því hvað genin þín segja um þig með einföldu DNA prófi frá MyHeritage. Uppgötvaðu uppruna þinn og finndu ættingja sem þú vissir ekki að væru til með hjálp DNA prófsins eða uppgötvaðu uppruna þinn og fáðu DNA-samsvörun og dýrmæta heilsufarsskýrslu með 42 ítarlegum skýrslum með hjálp HEALTH prófsins.
Lyfja hefur gripið til fjölbreyttra aðgerða til þess að draga úr áhættu fyrir viðskiptavini og starfsmenn, með það að leiðarljósi að tryggja þjónustu allan hringinn í kringum landið á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn gengur yfir.
Lyfja hefur opnað nýtt apótek í Grafarholti sem býður upp á lágt lyfjaverð og faglega þjónustu. Nýja apótekið er staðsett á Þjóðhildarstíg 2, við hliðina á Krónunni.
Hefur þér verið boðið samheitalyf í apóteki og þú verið á báðum áttum? Hér er skýrt hvað samheitalyf eru og að hvaða leyti þau eru frábrugðin frumlyfinu sem þau eru byggð á. –Rætt við Rúnar Guðlaugsson lyfjafræðing, sérfræðing á upplýsingadeild Lyfjastofnunar.
Öllum lyfjum sem eru á markaði fylgja upplýsingar fyrir notendur. Í pakkningum lyfja eru þannig prentaðir fylgiseðlar á blaði, en fylgiseðla má líka nálgast rafrænt á serlyfjaskra.is -En hvaða upplýsingar geymir fylgiseðillinn? Jana Rós Reynisdóttir deildarstjóri hjá Lyfjastofnun fer yfir það og segir litla dæmisögu sem sýnir hve mikilvægt er að lesa fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið.
Þegar þú vilt ekki, getur ekki eða mátt ekki reykja er gott að hafa Zonnic við hendina. Vinsæli Zonnic skammtapokinn er eina nicotinlyfið sem haft er undir vörinni, lítill og þunnur svo hann sést ekki.
Fjallað um mikilvægi þess að skila afgangslyfjum til förgunar, og hverjir sjá um að taka á móti þeim og eyða. Einnig vangaveltur um hvort skilalyf geti eða hafi hugsanlega ratað á svarta markaðinn. Rætt við Brynhildi Briem deildarstjóra á eftirlitssviði Lyfjastofnunar.
Sýklalyf eru tvíeggja sverð. Við megum vera afskaplega þakklát fyrir að þau eru til því að þau geta bjargað mannslífum. Á hinn bóginn eru þau afleit fyrir þarmaflóruna okkar því þau drepa ekki bara skaðlegar bakteríur heldur líka þær góðu sem eru okkur svo mikilvægar.
Þegar fjallað er um hvernig hægt er að efla og styrkja ónæmiskerfið eru þessi vítamín og jurtir oftast nefnd; C og E vítamín, zink, sólhattur, hvítlaukur, ólífulaufsþykkni og GSE (Grape Seed Extract).
Það er mikilvægt að vera vel undirbúin og skipuleggja í góðum tíma hvað þarf að taka með fyrir móður og barn þegar haldið er af stað uppá fæðingardeild til að taka á móti nýjum fjölskyldumeðlimi.
Hvernig er best að taka til í lyfjaskápnum? Hér eru nokkur ráð frá Lyfjastofnun.
Í kringum jólin er oft mikið álag á meltinguna. Við borðum meira af þungum mat en við erum vön, meira af sykri og bara almennt meira magn en gengur og gerist. Þetta verður oft til þess að meltingin fer í hnút sem er það síðasta sem við erum í stuði fyrir í jólafríinu.
Sigríður Margrét Oddsdóttir tók við stöðu framkvæmdastjóra lyfjaverslanakeðjunnar Lyfju fyrr á þessu ári. Hún segist í samtali við ViðskiptaMoggann sjá ýmis tækifæri fram undan á sviði lyfjasölu og „nútímalegs heilbrigðis“ eins og hún kallar það, en þar undir flokkast persónumiðuð heilbrigðisþjónusta með hjálp tækninnar og betra aðgengis.
Glitinum™ er jurtalyf sem notað er fyrirbyggjandi við mígreni. Lyfið er tekið að staðaldri til að draga úr tíðni mígrenikasta og lengja tímann á milli kasta.