Boostrix Polio

Bóluefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Barnaveiki mótefnavakar Kíghósta mótefnavakar Mænusóttarveirur Stífkrampa mótefnavakar

Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline | Skráð: 1. september, 2007

Bakterían sem veldur stífkrampa finnst víða í náttúrunni, t.d. í jarðvegi og húsdýraskít. Því er auðvelt að smitast af henni ef bakterían kemst í opið sár. Bakterían framleiðir eitur sem veldur því að vöðvar herpast saman og stífna og getur þetta ástand valdið dauða ef ekkert er aðhafst. Bakterían sem veldur barnaveiki framleiðir eitur sem getur verið skaðlegt vefjum líkamans, eins og t.d. hjartavöðva og getur þar af leiðandi valdið dauða. Bakterían sem orsakar kíghósta berst manna á milli með úðasmiti. Kíghósti getur verið erfiður og langdreginn og jafnvel lífshættulegur fyrir ungbörn. Mænusótt eða lömunarveiki eru sjúkdómur sem orsakaður er af veiru. Í flestum tilfellum eru einkenni sjúkdómsins væg en í sumum tilfellum getur hann orsakað lömun sem getur leitt til dauða. Helstu smitleiðir veirunnar eru með saurmengun, fæðu og vökva og jafnvel úðasmiti. Boostrix vekur upp mótefnasvörun í líkamanum án þess að fólk veikist af þessum sjúkdómum og veitir þannig vörn gegn þeim.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf í vöðva.

Venjulegar skammtastærðir:
Einn skammtur gefinn einu sinni samkvæmt bólusetningaráætlun hverju sinni.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Vörn fæst strax þar sem lyfið er eingöngu gefið til þess að örva fyrri bólusetningar gegn barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og mænusótt.

Verkunartími:
Við barnaveiki, stífkrampa og mænusótt dugar bólusetningin í u.þ.b. 10 ár. Ekki er vitað í hversu langan tíma vörn gegn kíghósta varir.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki frjósa. Nota þarf hettuglasið innan 8 klst. frá því að umbúðir hafa verið rofnar.

Ef skammtur gleymist:
Ef skammtur gleymist ber að gefa skammtinn um leið og munað er eftir því þar sem möguleiki er að magn af mótefnum í líkamanum sé ekki nægilegt.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Á ekki við þar sem lyfið er bara gefið einu sinni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Flestar aukaverkanir koma fram innan 48 klst.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti og höfuðverkur          
Krampar        
Kviðverkir, ógleði, uppköst og niðurgangur          
Lystarleysi          
Pirringur          
Staðbundinn verkur og bólga á stungustað          
Syfja, slappleiki          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar        

Milliverkanir

Lyfið má ekki blanda í sömu sprautu við önnur bóluefni. Ef nota á önnur bóluefni þarf að nota aðra stungustaði. Þeir sem eru á ónæmisbælandi lyfjameðferð geta fengið minni mótefnasvörun.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með skert ónæmiskerfi

Meðganga:
Notkun lyfsins er ekki ráðlögð á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ætlað börnum frá 4ra ára aldri.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Adrenalín stungulyf verður að vera til staðar ef til bráðaofnæmis eða annarra ofnæmisviðbragða kemur. Bóluefnið má ekki gefa í æð.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.