Epiduo

Lyf við bólum | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Adapalen Benzóýl peroxíð

Markaðsleyfishafi: Galderma Nordic | Skráð: 1. desember, 2011

Epiduo er notað til meðferðar við þrymlabólum í húð þegar fílapenslar, nabbar og graftarbólur eru til staðað. Lyfið inniheldur tvö virk efni, adapalen og benzóýl peroxíð. Adaplen er A-vítamín líkt efni. Það er notað við vægum eða frekar slæmum bólum (acne) þar sem fílapenslar, litlar bólur og graftarbólur eru áberandi. Benzóýl peroxíð hefur sýkladrepandi áhrif, dregur úr fituframleiðslu og þurrkar húðina.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Útvortis hlaup.

Venjulegar skammtastærðir:
Hlaupið er borið á hreina og þurra húð í þunnu lagi daglega að kvöldi til.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Venjulega innan 1-4 vikna.

Verkunartími:
Nákvæmur verkunartími lyfsins er ekki að fullu þekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við eða undir stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Notist innan 6 mánaða frá opnun.

Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Notkun lyfsins er hætt þegar sjúklingur er orðinn einkennalaus, eða samkvæmt læknisráði.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Lítil hætta er á öðrum einkennum en staðbundinni ertingu undan lyfinu. Hafðu samband við lækni ef einhver óvenjuleg einkenni koma fram.

Langtímanotkun:
Ætti ekki að vera vandkvæðum háð fyrir utan hættu á aukaverkunum.


Aukaverkanir

Aukaverkanir hverfa þegar notkun lyfsins er hætt. Áhrif lyfsins verða hvorki meiri né koma fyrr fram sé lyfið notað í meira magni.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Þurr húð          
Ofnæmiskennd húðbólga          
Erting, sviði og bólga í húð          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með exem eða aðra húðsjúkdóma
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið má nota samhliða brjóstagjöf.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára.

Eldra fólk:
Lyfið er venjulega ekki notað.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Forðastu sterkt sólarljós og útfjólubláa geisla á meðan lyfið er notað. Varastu að lyfið berist í augu, nef, munn og slímhúðir. Lyfið getur aflitað föt.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.